Í viðtali á Toronto kvikmyndahátíðinni í september gaf Neeson það út opinberlega að hann væri hættur að leika í hasarmyndum.
„Það er ennþá verið að bjóða mér haar fjárhæðir fyrir að leika í slíkum myndum sagði hann á blaðamannafundi fyrir mynd sína, Mark Felt: The Man Who Brought Down thee White House, sem fjallar um heimildarmann Watergate hneykslisins. „Ég var bara, „Hei ég er 65 ára. Áhorfendur fara að segja þegar þeir sjá mig í slíku hlutverki: Nei hættu nú!“
Og jú, 65 ára er full hár aldur fyrir hasarhetju, en samt ekki. Arnold Schwarzenegger verður orðinn 70 ára þegar hann leikur vélmenni í næstu Terminator mynd og sumir leikarana í næstu The Expendables verða komnir á ellilífeyrisaldur. Harrison Ford, sem er orðinn 75 ára og áratug eldri en Neeson, er enn að leika af fullum krafti í myndum á borð við Blade Runner: 2049, fimmtu myndinni um Indiana Jones sem kemur út 2020 og fleiri myndum.
En ákvörðun Neeson tengist ekki eingöngu aldri hans. Hann varð fyrst þekktur fyrir leik í dramamyndum á borð við Schindler´s List, Michael Collins og Les Misérables. Aðkoma hans að hasarmyndum var í raun fyrir slysni. Og nú virðist sem hann ætli aftur að breyta um stefnu.
The Commuter og Hard Powder, önnur hasarmynd, sem er á leiðinni með Neeson í aðalhlutverki þar sem hann leikur snjómokstursmann sem lendir upp á kant við dópsala koma báðar í sýningar árið 2018.
Það er ekki alveg ljóst hvort að Neeson telur Star Wars myndirnar sem hasarmyndir eður ei og því kannski líklegt að við sjáum hann bregða sér aftur í hlutverk Jedi riddara í þeim myndum.