Nokkrir bókasafnsfræðingar sáu forsíðuna og ákváðu að gera eigin útgáfu. „Til að fagna áfanganum ákvað samfélagsmiðlafólkið okkar að taka algjörlega óæfða myndatöku,“ segir starfsfólk Invergargill borgarbóka- og skjalasafnsins í Nýja Sjálandi á Facebook síðu þess.
Sex dögum seinna er pósturinn búinn að fá 11þúsund „like“ og Facebooksíða þeirra fengið fjöldann allan af athygli. Helstu vefmiðlar hafa sagt frá grínun og lesendur síðunnar hafa sitt að segja um hvor útgáfan er betri, „Ég myndi frekar vilja sjá bókasafnsfræðingana,“ skrifaði einn, annar skrifaði „Bókasafnsfræðingarnir eiga vinninginn.“
Sumir höfðu hins vegar athugasemdir við tilstandið og töldu að bókasafnsfræðingar hlytu að hafa eitthvað betra að gera eða skildu ekki í af hverju sex einstaklingar sáu um samfélagsmiðla fyrir bókasafnið.