Parið, Michael Fassbender, 40 ára, og Alicia Vikander, 29 ára, giftu sig um helgina án viðhafnar í fríi á Ibiza. Aðeins nánustu fjölskylda og vinir voru viðstödd.
Á sunnudag sást til nýbökuðu hjónanna með hringa á fingrum, Fassbender með einfaldan gullhring og Vikander með demantshring.
Hjónin kynntust við tökur á myndinni The Light Between Oceans árið 2014, en í henni léku þau hjón.
Þau hafa alla tíð haldið sambandi sínu utan við sviðsljósið og kjaftasögurnar. „Við höfum alltaf sagt skýrt að sumum hlutum höldum við bara fyrir okkur,“ sagði Vikander í viðtali við Entertainment Weekly í upphafi sambands þeirra. „Það var auðvelt að byrja kynnin, en þetta er okkar persónulega mál.“
„Ég er ekki að fara að tala um persónuleg mál mín við einhvern bláókunnugan, nema ég vilji það. Af hverju ætti ég að vilja það, ég vil það ekki,“ sagði Fassbender.