Arna Ævarsdóttir, Svana Lovísa Kristjánsdóttir, hönnuður, blaðakona og bloggari Svart á hvítu og Eyjólfur Pálsson forstjóri Epal.
Síðastliðinn fimmtudag bauð Epal á einstakt hönnunarkvöld með Knud Erik Hansen, forstjóra og eiganda Carl Hansen & Søn.
Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal bauð Knud Erik Hansen, forstjóra og eiganda Carl Hansen & Søn velkominn.
Carl Hansen & Søn er alþjóðlegt fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið leiðandi í dönsku húsgagnahandverki í þrjár kynslóðir og státar af 100 ára sögu í húsgagnasmíði. Fyrirtækið er þekkt fyrir að framleiða verk dönsku meistaranna Hans J. Wegner, Kaare Klint, Ole Wanscher, Poul Kjærholm og Mogens Koch en býður einnig upp á sívaxandi hönnunarúrval í samvinnu við nokkra af hæfileikaríkustu hönnuði samtímans.
Knud Erik Hansen, forstjóri og eigandi Carl Hansen & Søn, hélt fyrirlestur þar sem hann fjallaði um sögu fyrirtækisins, stöðu fyrirtækisins í dag og hvernig samvinna við framsýna nútímahönnuði á borð við Naja Utzon Popov, EOOS og Anker Bak mun móta Carl Hansen & Søn í gegnum komandi kynslóðir.