Þórhallur ætlar að ganga fimm daga í röð upp að Steini til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum á Íslandi. „Ég vil opna umræðuna, útrýma fordómum og koma á heimsfriði,“ segir Þórhallur, sem sjálfur hefur glímt við kvíða og verið opinskár með það.
„Að labba upp á Esjuna er eins og reyna að laga kvíða og þunglyndi. Þú ert ekki viss um að þú getir það. En með því að láta bara vaða þá er ekkert sem getur stoppað þig.“
Þórhallur var einn og hálfan tíma upp að Steini í dag.
Allir eru velkomnir að ganga með Þórhalli og finna má viðburðinn á Facebook hér.
Þeir sem ekki hafa tök á að ganga með geta fylgst með Þórhalli á Snapchat, en þar er hann með notandanafnið toto1983.
https://www.facebook.com/illagga/videos/10213422766304790/