Tuttugu og fjögurra ára gömul kona sem hefur sigrast á krabbameini tvisvar sinnum sem barn er nú komin enn eina ferðina á spítalann en í þetta skiptið er ástæðan þó önnur.
Montana Brown greindist fyrst með sjaldgæfa tegund af bandvefskrabbameini þegar hún var einungis tveggja ára gömul. Gekkst hún undir lyfjameðferð og sigraði krabbameinið en þegar hún var orðin fimmtán ára gömul kom krabbameinið aftur. En og aftur sigraði Montana krabbameinið eftir erfiða baráttu og það var þá sem hún ákvað að hún vildi verða hjúkrunarfræðingur.
Hjúkrunarfræðingarnir voru svo ótrúlega ástríkar, umhyggjusamar og miskunnsamar. Kærleikurinn sem þær sýndu mér og fjölskyldu minni á þei tíma sem við virkilega þurftum á því að halda hjálpaði mér svo mikið. Það fékk mig til þess að átta mig á því að mig langaði að vera eins og þær,
segir Montana í viðtali við ABC news.
Montana hefur nú hafið störf sem hjúkrunarfræðingur á sama spítala og sinnti henni þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð og er virkilega hamingjusöm.