fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025

„Ég sturtaði litla barninu mínu niður“ – Inga Berta missti fóstur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. október 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Berta Bergsdóttir er 21 árs gömul og er penni á vefsíðunni Ariamom.com. Nýlega sagði hún frá eigin reynslu um fósturmissi, sem er umræða sem hún vill opna. Inga Berta gaf Bleikt.is góðfúslega leyfi til að birta greinina.

Við gefum Ingu Bertu orðið:

Að missa fóstur er eitthvað sem fólk vill oft ekki tala um. Margir upplifa eflaust skömm, þar sem maður gerir sér miklar vonir en fannst þetta svo „ekki vera neitt“. Mín upplifun er sú að eftir að þú veist að þú er barnshafandi er þetta svo mikið stærra, og er fósturmissir umræða sem ég vil opna. Þessi umræða er búinn að vera tabú of lengi.

Inga Berta Bergsdóttir

Hér er mín saga.

Ég var orðin sein á túr og bað Gumma að kaupa fyrir mig próf. Ég fór inn á bað og pissaði á það og það kom jákvætt! Ég var í sjokki! þetta var svo spennandi og stressandi og óvænt að ég man eg fékk svima og við ákváðum að fara út að hjóla til að ná aðeins að anda.

Þegar við komum heim þá lét eg vinkonur mínar vita og við tókum rúnt og ræddum þetta. Strax daginn eftir pantaði ég tíma í snemmsónar og fékk tímann minnir mig fljótlega eftir það.

Vinkona mín fór með mér og sáum við litla baun, en það var ekki kominn hjartsláttur þá þvi ég átti ekki að vera komin svo langt, en samt samkvæmt öllum reikningum 8 vikur. Ég fékk annan tima eftir sirka viku. Við vorum mjög spennt og auðvitað kominn mjög langt í hausnum.

Síðan byrjaði ég að fá slæma verki sem urðu verri með hverjum deginum. Ég var alveg viss að þetta væru bara aukaverkanir.

Inga Berta og Guðmundur eiginmaður hennar.

Kvöldið áður en ég átti tíma fór ég á klósettið og þá kom pínulítið blóð, ég las mig til og það átti bara að vera eðlilegt. Klukkutima seinna fór að fossblæða, og verkirnir! ég mun aldrei gleyma þeim. Ég vissi hvað væri að gerast en var þó i afneitun. Ég hringdi upp á heilsugæslu og fékk ráð.

Daginn eftir fór ég aftur í snemmsónar og þá sagði læknirinn að fóstrið væri farið. Ég var alveg frosin, en svo reið, mig langaði að lemja læknirinn og öskra á hann, en aðallega því mér fannst hann gera svo lítið úr þessu og ég upplifði það þannig að honum fannst ég algjör kjáni að vera að gera mér vonir.

Daginn eftir fer ég og vinkona mín út að borða, til að dreifa huganum. Þegar við erum að borða fæ ég þessa viðbjóðslegu verki, og fer inn á klósett, sest á klósettið og niður gossar restin af litla barninu mínu. Þetta var hræðilegt, átti ég að veiða þetta upp eða sturta niður? Ég endaði á þvi að sturta niður, sturta niður litla barninu mínu á almenningsklósetti. Því óska ég engum í þessum heimi.

Næstu vikur varð ég rosalega þunglynd, ég var bitur út í alla. Þegar ég sá stelpur pósta á Facebook að barn væri væntanlegt á sama tíma og mitt hefði átt að koma varð ég rosalega sár og bitur. Ég gekk svo langt að ég varð rosalega bitur út í manninn minn, að hann ætti barn og gæti ekki gefið mér líka barn.

Þremur mánuðum eftir þetta komst ég að því að ég væri aftur ólétt. Ég var skíthrædd og auðvitað drullu neikvæð. En það hafði ekkert upp á sig, enda á ég fullkomnu Björkina mína úr frá því.

Þetta er lífsreynsla sem mun fylgja okkur alla ævi. Ekki gera lítið úr sorg annara, þó ykkur finnist það lítið mál. Stöndum frekar saman og réttum út hjálparhönd.

Fjölskyldan: Inga Berta, Guðmundur og Efemía Björk, sem er rúmlega sex mánaða.

Greinin birtist upphaflega á Ariamom.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fór í sögubækurnar í fyrra – Nú fallinn frá 26 ára gamall

Fór í sögubækurnar í fyrra – Nú fallinn frá 26 ára gamall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stjarnan sýknuð í dag – „Þið eruð fokking heimskir og hvítir“

Stjarnan sýknuð í dag – „Þið eruð fokking heimskir og hvítir“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Áður varað við því að stór hluti repúblikana trúi ekki á stjórnarskrána

Áður varað við því að stór hluti repúblikana trúi ekki á stjórnarskrána
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Metin féllu á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum

Metin féllu á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Andri Lucas minnti á sig í Belgíu um helgina – Reif sig upp á fimmtu hæðina og skoraði laglegt mark

Andri Lucas minnti á sig í Belgíu um helgina – Reif sig upp á fimmtu hæðina og skoraði laglegt mark
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru