fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024

Inga Hrönn: „Hvað með allt unga fólkið sem er að deyja úr geðsjúkdómum?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 13. október 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Hrönn Sigrúnardóttir er búsett á Sauðárkróki hún skrifaði í gær einlægan pistil á Facebook síðu sinni og gaf Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að birta hann. Við gefum Ingu orðið:

Mér líður ótrúlega asnalega, kjánalega, vandræðalega og eiginlega berskjaldaðri að pósta svona status. En ég hef trú á því að margt smátt geri eitt stórt og ef að nógu margir láti í sér heyra getum við kannski gert landið okkar að pínulítið betri stað fyrir fólk sem á erfitt, fyrir fólk sem er að glíma við „ósýnilega“ sjúkdóma, fyrir geðveikt fólk.
Ég er nefninlega ein af þeim.

Ég er geðveik!

Ég er með margþættan geðrænan vanda, mörgum greiningum hefur verið hent á mig í gegnum tíðina en það sem ég er aðallega að berjast við núna er þunglyndi,kvíði og borderline.

(linkur fyrir þá sem hafa áhuga á að fræða sig um það)

http://www.borderlinepersonalitydisorder.com/…/bpd-overview/

Ég ætla að reyna að koma hugsunum mínum í orð, ef það tekst ílla til þá afsakið þið það.
Núna er svo kölluð „geðheilbrigðis vika“ í gangi, ég hef séð mikið af fólki skrifa statusa um sína erfiðleika og sjúkdóma, sem er frábært! Gott að leyndardómurinn og skömmin yfir þessum málum sé að minnka. En hvað gerist svo?

Allir verða voða áhugasamir og allir hafa rosa hátt um þetta á samfélagsmiðlum í nokkra daga, svo gerist eitthvað annað merkilegt í þjóðfélaginu og þá gleymist þetta, fólk fer að spá í eitthverju öðru og lífið heldur áfram.

Það er svosem alveg skiljanlegt, þar sem ekkert breytist, enginn virðist geta breytt neinu, enginn virðist geta gert neitt. Skiljanlega er þreytandi að tala um sama hlutinn aftur og aftur og ekkert gerist.
En af hverju ekki??
Er í alvörunni svona mikilvægt að pæla í því á Alþingi hvort við eigum að lögleiða kannabis eða setja áfengi í matvöruverslanir? Hvað með allt unga fólkið sem er að deyja úr geðsjúkdómum? Fólkið sem að leggst uppi rúm á kvöldin og biður til guðs um að fá að sofna og vakna aldrei aftur? Af hverju er heilbrigðiskerfið okkar fjársvelt? Er í alvöru svona erfitt að gera eitthvað fyrir okkur?

Í morgun sat ég við morgunverðarborðið, ég færði cheeriosskálina frá svo að tárin mín færu ekki í morgunmatinn minn.

Mamma bað mig um að koma með sér til læknis svo við gætum fundið lausn á þessu. Ég neitaði því. „Til hvers að halda áfram að reyna?“

„Nú það hjálpar þér enginn ef þú gerir það ekki sjálf“

Þetta var svosem rétt hjá henni, en afhv í andsk*** þarf ég að berjast til að fá hjálpina sem ég þarf?? Ég er búin að vera einhversstaðar inní kerfinu, farandi á milli sérfræðinga og lækna síðan ég var 18 ára.
Fyrir þann aldur fékk ég allan þann stuðning sem ég þurfti hjá BUGL og er ég þeim þakklát.

Ég hef legið inna geðdeild oft.
Ég hef mætt á göngudeildina oft.
Ég hef mætt á bráðamóttökuna í Fossvogi oft.

Setningin sem ég hef lang oftast heyrt er „vertu dugleg að fara út að labba, við hringjum í næstu viku“

Þegar að mér liður sem verst þá er ekki séns að ég fari framúr rúminu mínu, hvað þá að ég fari „út að labba“.
Ég er ennþá að bíða eftir þessum símtölum sem mér var lofað, 2 árum seinna.
Þegar ég hef svo fengið að hitta lækna er ekkert hægt að gera vegna þess að ég er ekki með „sjalfsvígsplön“.
Það er ótrúlega erfitt að fara heim og bíða, bíða eftir þessu símtali eða læknatíma sem kemur kannski og kannski ekki.
Vita ekki hvað biðin er löng og reyna að halda í vonina um að þetta bjargist nú einn daginn.

Það er sorglegt að segja en ég skil það 100% að ungt fólk tekur eigið líf, aftur og aftur og aftur.
Finnst okkur mannslífin ekki meira virði en þetta?

Af hverju er það ekki jafn sjálfsagt að ég gangi inna spítala, segist vera veik á sálinni og fái aðstoð eins og ef ég væri með sýnilegt mein?

Ef ég myndi handleggsbrotna, yrði ég látin bíða vikum saman? Síðan fengi ég kannski mögulega hjálp,en það er samt bara ef ég er svo heppin að lenda á lækni sem hefur tíma og nennir að hlusta á mig.

Ég hef varla svarað bestu vinkonum mínum á Facebook í langann tíma(þakklát fyrir að eiga vinkonur sem sýna mér skilning) 💕Einhvernveginn fæ mig ekki til að tala við fólk.
Ég er hætt að svara símanum mínum og það kemur ekki til mála að ég fari að segja mínar skoðanir eða vangaveltur á almannafæri, eins og t.d. Í skólanum.

Það er erfitt að standa undir öllum skyldum sem ég á að sinna þegar að mér liður svona, að standa sig vel í skólanum, koma barninu mínu í leikskólann á réttum tíma, svo ekki sé talað um að reyna að vera góð mamma þegar að ég stend varla undir sjálfri mér.

En ég er ótrúlega heppin, ég á fullkomna fjölskyldu sem sýnir mér skilning og styður mig í öllu, en hversu mikið er hægt að leggja á fólkið sitt?
Þau hafa engin ráð, engin svör og geta ekkert gert nema vera til staðar(sem ég er mjög þakklát fyrir samt).

Ætlar einhver stjórnmálaflokkur að beita sér í að laga heilbrigðiskerfið okkar? Eða ætlum við að halda áfram að hafa augun lokuð og leyfa fólki að deyja úr andlegum sjúkdómum aftur og aftur, þegar að það væri svo vel hægt að bjarga þeim?

Ég verð svo ótrúlega reið að hugsa um þetta og sjá það aftur og aftur að fólk er að fyrirfara sér, ungt fólk í kringum tvítugt.
Fólk sem á allt lífið framundan.

Fólk með andlega sjúkdóma er oft lífshættulega veikt, fólk deyr á hverjum einasta degi úr þunglyndi.
Yfirleitt líður þeim eins og þau séu bara byrði á samfélaginu og fólkinu sínu og að lífið verði aldrei betra. Það þarf að vera opinn staður, allan sólarhringinn þar sem fólk getur komið, fengið aðstoð eða bara einhvern til að tala við.

Eins og staðan er í dag þá er geðdeildin með opnunartíma og yfirleitt margra klukkustunda bið til að komast að hjá lækni sem að gefur þér 5 mínútur segist því miður ekkert geta gert en hann muni hringja í þig.
Á morgun ætla ég að prófa að tala við deildina á Akureyri, held í vonina að þjónustan sé eitthvað betri þar.

Í alvöru plís, opnið augun, tékkið á ykkar nánustu, hvernig þeim líður, standið við bakið á þeim sem þurfa á því að halda.

Þið eruð aldrei ein❤️

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fullyrða að Damir muni moka peningum í Singapúr – Þetta er upphæðin sem talað er um

Fullyrða að Damir muni moka peningum í Singapúr – Þetta er upphæðin sem talað er um
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Hvað á það á heita? – Nafnaþráðurinn sem sló í gegn á netinu

Hvað á það á heita? – Nafnaþráðurinn sem sló í gegn á netinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jörgen varð óvænt hetja íslenskra kvenna – „Hvaða snillingur er þetta?“

Jörgen varð óvænt hetja íslenskra kvenna – „Hvaða snillingur er þetta?“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lýsa yfir andstyggð á framgöngu Bakkavararbræðra – Greiddu sér 28 milljarða í arð á meðan starfsfólk á ekki fyrir mat

Lýsa yfir andstyggð á framgöngu Bakkavararbræðra – Greiddu sér 28 milljarða í arð á meðan starfsfólk á ekki fyrir mat

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.