fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024

Hafdís María: „Ég hef eytt mörgum árum í að hata allt við útlit mitt“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 12. október 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hvert skipti sem ég sest niður og ætla að skrifa blogg, þá eyði ég að minnsta kosti góðum 15 mínútum í það eitt að sitja fyrir framan tölvuskjáinn og reyni að finna eitthvað til að skrifa um.
Það eina sem ég fann að ég vildi deila í þetta skipti er smá saga um hvernig við lítum á okkur sjálf.
Sú hugmynd kom út frá því að fyrir nokkrum vikum lét mamma mín mig fá gamla mynd af mér, mynd sem var tekin í einu fjölskyldufríinu okkar til Spánar (minnir mig) fyrir einhverjum árum síðan.
Einnig kom þessi hugmynd út frá allri umræðunni sem hefur verið um geðheilbrigðikerfið á Íslandi nýlega, en það er samt pistill einn og sér fyrir annan tíma.

Í langan tíma og í nokkur skipti, sat ég og horfði á þessa mynd.
Það eru ekki til margar myndir í albúmum af mér frá því á unglingsárunum, ástæðan er einfaldlega sú að ég tók þær allar og skemmdi þær á einn eða annan hátt þegar ég var yngri. (Ég veit, það var ólýsanlega illa gert af mér, aðallega út af því að jafnvel þó ég vildi ekki eiga þessar myndir, þá gæti mögulega fjölskyldan mín viljað eiga þær.)
Ég hataði að láta taka myndir af mér, ég hataði að sjá myndir af mér.
Ég hataði hvernig ég leit út.

Ögra sjálfri sér

Það fyrsta sem mig langaði til að gera, eftir að mamma lét mig fá þessa mynd, var að skemma hana.
En í staðinn ákvað ég að setja hana upp á hillu þar sem ég myndi ekki rekast á hana aftur í einhvern tíma (einfaldlega út af því hversu gleymin ég er).
Svo nokkrum dögum seinna kom upp svona “memory” á facebook. Minning sem innihélt enn aðra mynd af mér frá tíma sem ég vil ekki eiga myndir frá.
Yfirleitt deili ég nú langflestum minningum sem koma upp á Facebook, því þær innihalda oftar en ekki eitthvað sem tengist dóttur minni.
En ég deildi þessari.
Til að ögra sjálfri mér aðeins.

Þetta hljómar kannski ekki eins og eitthvað sem gæti kallast afrek, sérstaklega ef þú þekkir ekki tilfinninguna að geta ekki horft í spegil.
En fyrir mér var þetta stórt, ég hef alltaf viljað fela hvernig ég var á þessum tíma, hvernig ég leit út og hvernig manneskja ég var almennt.

Ég ætla ekki að sitja hérna og skrifa einhvern sorgar pistil um hvernig mér leið á þessum tíma, ég ætla að deila þessari mynd sem poppaði upp á Facebook með ykkur og segja nokkra hluti um hana, if you don´t mind. Ég myndi deila með ykkur myndinni sem tekin var á Spáni en ég einfaldlega kann ekki að setja hana inn í tölvu, þar sem hún kom úr albúmi.

Fyrsta myndin er tekin sirka 2008 (ef ég man rétt).
Miðju myndin er síðan 2015.
Síðasta myndin er tekin á þessu ári.

Reynir að vera jákvæð gagnvart líkama símum eftir barnsburð

Það er stórt fyrir mig að deila þessari mynd á svona stórum vettvangi. Það er kannski ekki stórt fyrir alla, en ég kýs að gefa sjálfri mér smá klapp á bakið fyrir það.
Ég hef reynt að temja mér að vera jákvæð í hugsun þegar það kemur að líkama mínum og útliti eftir að ég eignaðist dóttur. Það gleður mig að segja frá því að það gengur betur en ég átti von á.
Ég hef eytt mörgum árum í að hata allt við útlit mitt, reynt að fela það eða dreifa athyglinni frá því.
Þess vegna eru það alltaf fyrstu viðbrögð mín, þegar ég rekst á svona gamlar myndir, að reyna að fela þær, skemma þær eða að minnsta kosti ekki deila þeim með neinum.
En hvernig get ég kennt dóttur minni að elska sinn eigin líkama ef ég held áfram einhverri hegðun, sama hversu lítil hún er, sem gefur það til kynna að ég skammist mín enþá á einhvern hátt ?
Ég get það ekki.
Það er mín skoðun.

Átröskun, áfengi og eiturlyf

Á þeim tíma sem fyrsta myndin fyrir ofan er tekin, þá var ég föst í átröskunnarhyldýpi, drakk allt of mikið,  var að taka fyrstu skrefin sem leyddu mig út í eiturlyfjaneyslu, skar mig og skaðaði á fleiri vegu. Það var ekki til einn einasti jákvæði hlutur við mig í mínum huga, hvorki í tengslum við líkamlega eða andlega hluti. Ég gat ekki farið út úr húsi án þess að mála mig (sem hefði verið allt í lagi ef ég hefði kunnað að mála mig almennilega !) og forðaðist spegla eins og ég gat. Nokkur áföll dundu á mér og ég hafði engin tól til að takast á við þau.

Á þeim tíma sem miðju myndin er tekin var ég tiltölulega nýkomin úr hrikalega slæmu sambandi sem tætti allt sjálfstraust úr mér. Ég var dofin og tóm og algjörlega hætt að kunna að elska sjálfa mig. Þar af leiðandi átti ég mjög erfitt með að tengjast stelpunni minni á þessum tíma og var mjög augljóslega ekki búin að læra neitt um hvernig væri best að tækla heiminn sem einstæð mamma.

Byggja upp sjálfstraustið

Á þeim tíma sem síðasta myndin var tekin var ég búin að vera í mikilli sálfræðimeðferð til að fá loksins einhver verkfæri til þess að byggja mig upp. Ég fékk loksins allar mínar greiningar settar niður, svart á hvítu, eftir langt og ruglandi ferli í gegnum geðheilbrigðiskerfið. Ég hafði ekki snert eiturlyf í rúmlega 6 ár. Ég var búin með langan tíma af því að vera einstæð móðir og var búin að byggja upp sterkt og gott samband við dóttir mína. Ég var, í eitt af fáu skiptunum á ævinni, að ná að halda vinnu og standa mig vel í henni. Ég var farin að elska sjálfa mig meira og læra að kunna að meta allt sem ég er og allt sem ég hafði. Í dag er það ótrúlega sjaldgæft að ég máli mig og ef ég geri það þá er það eitthvað spes tilefni.

Ég hef enga góða línu eða setningu fulla af innblæstri til þess að enda þennan pistil á.
Ég get sagt það að þetta er maraþon, ekki spretthlaup.
Ég get sagt að þetta verður betra.
Ég get sagt að hjálpin er til staðar.
En það er í rauninni ekki málið.
Allar hugsanir sem tengjast öllum þessum slæmu hlutum eru enn til staðar hjá mér. Þær fara aldrei. Þú lærir að svara þeim, lærir að hætta að trúa þeim, lærir í raun að lifa með þær langt í bakgrunni.
Þetta er ævilangt ferli sem maður þarf að taka virkan þátt í til þess að halda því við.

Ferlið er erfitt,
en það getur virkað.

Hafdís María er bloggari á síðunni Öskubuska.is og snappar undir notandanafninu: nautn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Fundu gráðugt svarthol sem étur 40 sinnum hraðar en það ætti að geta gert

Fundu gráðugt svarthol sem étur 40 sinnum hraðar en það ætti að geta gert
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dagsetning á úrslitaleik Bestu deildar karla ítarlega rædd á síðasta stjórnarfundi KSÍ

Dagsetning á úrslitaleik Bestu deildar karla ítarlega rædd á síðasta stjórnarfundi KSÍ
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hræsni Þórðar Snæs og ófullnægjandi afsökunarbeiðni sameinar ólíklegasta fólk – „Gilzenegger verður eins og lítill leikskóladrengur í samanburði“

Hræsni Þórðar Snæs og ófullnægjandi afsökunarbeiðni sameinar ólíklegasta fólk – „Gilzenegger verður eins og lítill leikskóladrengur í samanburði“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni – Willum Þór fer yfir sviðið

Nýr þáttur af Íþróttavikunni – Willum Þór fer yfir sviðið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

TF-RAN ferst í Jökulfjörðum: Fjögurra manna er saknað – Eitt mannskæðasta slys í sögu Landhelgisgæslunnar

TF-RAN ferst í Jökulfjörðum: Fjögurra manna er saknað – Eitt mannskæðasta slys í sögu Landhelgisgæslunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kveðjubréf Ruud van Nistelrooy vekur athygli

Kveðjubréf Ruud van Nistelrooy vekur athygli
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki allir sáttir með gestalistann hjá Gísla Marteini í kvöldi – „Hvað er að ykkur nöldrarar?“

Ekki allir sáttir með gestalistann hjá Gísla Marteini í kvöldi – „Hvað er að ykkur nöldrarar?“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Uppákoma í þingsal Nýja Sjálands vekur mikla athygli – Þingmenn dönsuðu stríðsdans í mótmælaskyni

Uppákoma í þingsal Nýja Sjálands vekur mikla athygli – Þingmenn dönsuðu stríðsdans í mótmælaskyni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ramos bíður við símann en Real Madrid hefur ekki hringt

Ramos bíður við símann en Real Madrid hefur ekki hringt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.