Einn af hverjum sex sem langar til að eignast barn eiga í erfiðleikum með það. Það eru ekki allir sem vilja eða þora að ræða vandamálið opinskátt en það getur verið bróðir/systir þín, frændi/frænka eða vinkona/vinur sem þarf að leita aðstoðar til þess að eignast barn.
Tilvera er samtök um ófrjósemi og stofnuðu þau nýlega styrktarsjóð þar sem meðlimir Tilveru sem ekki eiga rétt á niðurgreiddri meðferð geta sótt um styrki. Eins og margir vita eru meðferðirnar mjög kostnaðarsamar og kostar meðal annars fyrsta glasa- eða smásjárfrjóvgun um hálfa milljón króna og er ekki niðurgreidd af ríkinu.
Tilvera setti á dögunum af stað söfnunarátak og fékk í lið með sér Hlín Reykdal sem hannaði lyklakippu fyrir félagið. Allur ágóði af lyklakippunni rennur í styrktarsjóðinn og áætlað er að úthluta fyrstu styrkjum í lok október.
Lyklakippan er til sölu á heimasíðu Tilveru: www.tilvera.is og getur hver sem er lagt félaginu lið með því að fjárfesta í lyklakippu.