fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Þetta er Marilyn Monroe – fleiri hafa hagnast á henni látinni, en hún gerði sjálf

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 1. október 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og komið hefur fram í fréttum þá lést Hugh Hefner stofnandi Playboy í vikunni. Það hefur líka komið fram að hann mun hvíla við hlið grafar Marilyn Monroe í Westwood Village Memorial Park í Los Angeles. Á like síðu New Wave Feminists á Facebook skrifar Sarah Vaughn Patzel grein um þetta mál sem full ástæða er til að vekja athygli á. Viljum við ekki ráða sjálf hver hvílir með okkur i eilífðinni?

Þetta er Marilyn Monroe.

Kannski hefur þú heyrt um hana eða séð myndir?

Hún var kona, hún var manneskja.

Hún var fædd árið 1926, sama ár og hinn 91 ára gamli Hugh Hefner sem lést í þessari viku.

Hún giftist 16 ára gömul til að flýja fósturheimili.  Nokkrum árum seinna, þegar hún var að berjast við að skapa sér nafn í leiklistinni sat hún fyrir á nektarmyndum til að eiga fyrir mat. Hún fékk greidda 50 dollara fyrir að fara úr fötunum og brosa.

Hún notaði annað nafn en sitt eigið til að skapa fjarlægð frá myndatökunni.

„Ég veit ekki af hverju, nema ég vildi vernda mig. Ég var kvíðin, vandræðaleg, skammaðist mín fyrir það sem ég hafði gert og ég vildi ekki að nafnið mitt myndi birtast á samningnum.“

Nokkrum árum síðar fékk hún stóra tækifærið og byrjaði að leika í kvikmyndum. Á sama tíma var Hugh Hefner að byggja upp vörumerki sitt Playboy. Þegar hann ákvað að byrja með „heldri manna“ tímarit sitt, var nafn Marilyn Monroe orðið þekkt á hverju heimili. Hefner keypti réttindin að nektarmyndum Marilyn fyrir 500 dollara. Án þess að spyrja leikkonuna setti Hugh Hefner hana á forsíðu fyrsta tölublaðsins með fyrirsögninni

„Fyrsta sinn í tímariti, í fullum lit, hin fræga Marilyn Monroe NAKIN.“

Aðspurð um þetta, hafði Marilyn þetta að segja: „Ég fékk ekki einu sinni takk frá öllum þeim sem græddu milljónir af nektarmyndum af mér. Ég þurfti að kaupa eintak af tímaritinu til að sjá mig í því.“

Marilyn Monroe lést að verða 36 ára gömul. Hún var efnuð þegar hún lést, en ekki stórefnuð. Vörumerki hennar hefur aflað meiri fjármuna eftir andlát hennar, en hún gerði þegar hún var á lífi. Enn þann dag í dag er nafn hennar og myndir notaðar til að selja varning.

Árið 1992 var grafreiturinn við hliðina á Marilyn til sölu og Hefner keypti hann fyrir sjálfan sig, með þeim orðum að þannig gæti hann hvílt við hlið hennar að eilífu. Látin Marilyn gerði engar athugasemdir.

Látin í 55 ár og núna ætlar Playboy að opna hvílustað hennar og skríða ofan í.

Hefner og Marilyn hittust aldrei.

Hún samþykkti aldrei neitt, hvorki nektarmyndir í Playboy né það að hvíla við hlið hans, vegna þess að hann spurði aldrei. Hann heilsaði henni ekki einu sinni.

Konan sem leitaði alla sína ævi að ást, endar með Hefner. Manninum, sem eyddi öllu lífi sínu í að hunsa réttindi kvenna og fékk alltaf það sem hann vildi og er eftir dauða hans hylltur sem þjóðarhetja.

Ég veit ekki um neina sögu betri en þessa til að skilgreina Hefner sem skíthæl.

Hvíldu í krafti, Norma Jean.

(Eftir Sarah Vaughn Patzel)

This is Marilyn Monroe.Maybe you've heard of her or seen other pictures?She was a human being.She was born the…

Posted by New Wave Feminists on 30. september 2017

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

María gleymir aldrei góðverki Skagamanna: „Fyrstu góðu minningarnar eftir hörmulegan vetur“

María gleymir aldrei góðverki Skagamanna: „Fyrstu góðu minningarnar eftir hörmulegan vetur“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

16 ára strákur verður hluti af aðalliðshóp Amorim

16 ára strákur verður hluti af aðalliðshóp Amorim
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fær lítið sem ekkert að spila en er gríðarlega mikilvægur – ,,Einn besti liðsfélagi sem ég hef átt“

Fær lítið sem ekkert að spila en er gríðarlega mikilvægur – ,,Einn besti liðsfélagi sem ég hef átt“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.