fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Stundin okkar hefst í dag – krakkar um land allt í forgrunni

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 1. október 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundin okkar byrjar á ný í dag kl. 18. Undirbúningur fyrir þáttaröðina byrjaði snemma í sumar þegar um 500 krakkar komu í opnar prufur í Útvarpshúsið og létu ljós sitt skína.

Síðasta vetur komu mörg hundruð krakkar fram í fjölbreyttum innslögum. Þau tóku meðal annars þátt í skrítnum íþróttagreinum, stórhættulegu spurningakeppninni, skapandi þrautum, fræddu áhorfendur um þjóðsögur og mors-stafrófið, sýndu Trix og Flink, gerðu myndbönd fyrir Söngvakeppnina og kynntu heimabæinn sinn.

Í þessari þáttaröð er haldið áfram á svipaðri braut. Krakkar verða í forgrunni og áhorfendur kynnast krökkum um allt land. Í síðustu viku lauk seinni hringferðinni og hefur Stundin okkar nú stoppað á 40 stöðum um allt land, spjallað við krakka og kynnst þeim og lífinu í bænum þeirra. Þetta er einn vinsælasti liðurinn í Stundinni okkar og greinilegt að krökkum á öllum aldri finnst spennandi að sjá og heyra hvað aðrir krakkar eru að bralla í sinni heimasveit.

Stundin okkar hefur heimsótt:  Akranes, Borgarnes, Hvalfjarðarsveit, Stykkishólm, Ólafsvík, Grundarfjörð, Búðardal, Reykhóla, Hólmavík, Ísafjörð, Bíldudal, Bolungarvík, Patreksfjörð, Flateyri, Hvammstanga, Hofsós, Sauðárkrók, Skagaströnd, Siglufjörð, Ólafsfjörð, Dalvík, Hrísey, Grímsey, Akureyri, Mýatnssveit, Húsavík, Raufarhöfn, Vopnafjörð, Neskaupstað, Egilsstaði, Seyðisfjörð, Djúpavog, Vík í Mýrdal, Höfn, Kirkjubæjarklaustur, Hellu, Selfoss, Stokkseyri, Reykjanesbæ og Vestmannaeyjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar um helgina – Sjáðu mörkin sem hún skoraði

Mögnuð innkoma Sveindísar um helgina – Sjáðu mörkin sem hún skoraði
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ráðuneytið hefur í þrígang skammað Langanesbyggð vegna lögbrota – „Andrúmsloftið er að mínu mati ekki fólki sæmandi“

Ráðuneytið hefur í þrígang skammað Langanesbyggð vegna lögbrota – „Andrúmsloftið er að mínu mati ekki fólki sæmandi“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði