
Annað árið í röð er Kósk ehf. heildverslun í samstarfi við Krabbameinsfélagið með sölu á bleikum The Rubz armböndum. Allur ágóði rennur óskiptur til styrktar Krabbameinsfélaginu.
The Rubz armböndin eru búin til úr náttúrulegu siliconi og eru falleg dönsk hönnun.

Bleiku The Rubz armböndin koma í sölu 2. október í 40 verslunum. Sjálfboðaliðar sjá um að koma armböndunum í sölu og eins og áður sagði rennur allur ágóði til styrktar Krabbameinsfélaginu.
