fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Allt önnur Ella færð á svið í Mosfellsbæ

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 1. október 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikfélag Mosfellssveitar setur nú upp metnaðarfulla sýningu, Allt önnur Ella, í samstarfi við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Frumsýning var í gærkvöldi og upplifun gesta er á þann veg að þeir koma inn á jazzbúllu í anda sjöunda áratugarins. Rómantík og afslappað andrúmsloft umlykur þar gesti.

Gestir sitja við borð í 70 manna sal, lýsing og umgjörð er seiðandi og fögur í senn. Leikarar þjóna gestum og sjá þeim fyrir veitingum og síðan hefst sýningin frjálslega og án hlés. Lög sem Ella Fidsgerald gerði fræg eru sungin af stórgóðum söngvurum ásamt hljómsveit og einnig kemur fyrir bráðfyndinn leikur og spuni í bland við tónlistina. Þetta er algjör veisla fyrir tóneyrað, skemmtun og um leið næring fyrir sálina.

Mynd: Solla Matt

Leikritið er þó ekki ætlað börnum, en höfðar sterkt til fullorðinna sem sækjast eftir notalegri kvöldstund með söng og gleði. Sýningin tekur um það bil 90 mínútur og gestum er alveg frjálst að hreyfa sig um á meðan.

Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir, búninga og sviðshönnuður er Eva Björg Harðardóttir og um tónlistarstjórn sjá Sigurjón Alexandersson og Heiða Árnadóttir.

Mynd: Solla Matt

Áhugaleikhús eins og Leikfélag Mosfellssveitar er ómetanlegt í hverju bæjarfélagi og velvild og áhugi gesta skiptir gríðarlega miklu máli. Þar er líka grasrótin í formi leiklistarnámskeiða auk félagslegrar styrkingar fyrir feimna sem ófeimna.

Allar upplýsingar má finna á Facebooksíðu Leikfélags Mosfellssveitar.

Næstu sýningar verða:

  1. sýning föstudaginn 6. október kl. 20 – Örfáir miðar lausir.
  2. sýning föstudaginn 13. október kl. 20 – Örfáir miðar lausir.
  3. sýning föstudaginn 20. október kl. 20.
  4. sýning föstudaginn 27. október kl. 20 – Örfáir miðar lausir.
  5. sýning föstudaginn 3. nóvember kl. 20.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Viðurkennir að allt sé í rugli hjá Manchester United – ,,Staðan er mjög, mjög slæm“

Viðurkennir að allt sé í rugli hjá Manchester United – ,,Staðan er mjög, mjög slæm“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Væb róa í Eurovision eftir glæsilegan sigur í Söngvakeppninni

Væb róa í Eurovision eftir glæsilegan sigur í Söngvakeppninni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Duran missti hausinn og Ronaldo nánast ósýnilegur

Duran missti hausinn og Ronaldo nánast ósýnilegur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hákon fagnaði að hætti Ronaldo – Sjáðu myndbandið

Hákon fagnaði að hætti Ronaldo – Sjáðu myndbandið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.