fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Scandal stjarnan Katie Lowes grét þegar hún flutti í nýja húsið sitt

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 5. október 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katie Lowes leikur algjört hörkutól í Scandal þáttunum vinsælu, en kvöldið áður en hún og eiginmaður hennar, leikarinn Adam Shapiro, fluttu inn í nýtt hús þeirra í Suður Kaliforníu grét hún og ekki af gleði.

Hjónin urðu ástfangin af bakgarði hússins, en innréttingar þess frá árinu 1937 voru alls ekki spennandi. „Við gengum inn í húsið og sögðum stöðugt „prófum þetta svona og hinsegin“ og ég sagði alltaf að ég hefði ekki hugmynd um hvernig húsið ætti að líta út að innan,“ segir Lowes í viðtali við People. „Mér fannst það einfaldlega hundljótt.“

Eiginmaður hennar tekur í sama streng. „Það var ekki flott, það var ekki nútímalegt og alls ekki heimilislegt. Við keyptum húsið eingöngu vegna þess hvernig það leit út að utan og vegna staðsetningar þess.“

Þar sem hjónin eiga von á sínu fyrsta barni, syni, ákváðu þau að það væri kominn tími til að skipta á fallegu húsi í hæðum Hollywood fyrir heimili sem hentaði betur fyrir ungabarn. En breytingin var ekki auðveld fyrir Lowes. „Kvöldið áður en við fluttum hágrét ég. Ég elska að labba inn um dyrnar á heimili mínu og elska það sem ég sé. Og þrátt fyrir að ég væri ekki að finna þá tilfinningu, keyptum við samt.“

Það hjálpaði ekki að þau fluttu inn með næstum engin húsgögn og persónulega muni. „Við seldum meirihlutann af húsgögnunum til þeirra sem keyptu fyrra húsið okkar, þannig að þegar við fluttum áttum við sófa og rúm,“ segir Shapiro. Hjónin fengu innanhússhönnuðinn James Tabb til að aðstoða þau við að gera húsið að heimili.

Tónlistarherbergið býður upp að á dást að listaverkum þeirra og/eða blanda drykki á barnum. „Ég hef aldrei viljað eiga bar áður,“ segir Shapiro. „En núna langar mig til að eiga möguleika á að útbúa góðan drykk heima í stofu.“ Og Lowes bætir við að þegar hún mun eiga kost á því, þá hlakki hana til að láta eiginmanninn blanda fyrir sig kokteil.

Á heimilinu er einnig hefðbundin stofa þar sem Tabb fékk hjónin til að víkka út stíl þeirra í innanhússhönnun og stofuna prýðir meðal annars skógargrænn sófi.

„Þú blandar nýjum hlutum með listaverkunum sem þú ert búinn að safna í 15 ár og allt í einu ertu kominn með þinn stíl og hann virkar alveg,“ segir Shapiro.

Borðstofan býður mann velkominn og er ekta staður fyrir hjón sem eru dugleg að bjóða gestum heim. „Við sáum fyrir okkur fullt af grillum og matarveislum. Okkur langaði að húsið byði upp á félagslegt flæði: þegar þú ert með matarboð og að hafa ofan af fyrir gestum, þá byrjar þú í einu herbergi með drykki, ert með matarborðið úti eða í borðstofunni og síðan færir þú þig inn í stofu, eins og til dæmis á íþróttadögum þegar Adam og vinir hans eru að horfa á leiki,“ segir Lowes. „Okkur langaði til að heimili okkar byði upp á að vera opið og þægilegt.“

Eitt herbergi á heimilinu er þó alveg sérstakt. „Já við eigum sko von á barni,“ segir Lowes hlæjandi og bætir við að þau hafi þurft að bæta barnaherberginu inn á óskalistann fyrir innanhússhönnuðinn. Og þemað í barnaherberginu er tengt sjónum.

„Ég er ótrúlega spennt af því að hér mun barnið mitt verja milljón klukkustunda, að lúra og sofa. Ég hafði miklar skoðanir á því barnið ætti að anda að sér og hvers konar efnum hann myndi sofa í og á.“

Þrátt fyrir að Lowes hafi ekki verið sátt við flutningana i upphafi, þá er hún það í dag. „Mér finnst frábært að ég hafi náð að klára hreiðurgerðina á nýja heimilinu okkar. Ég elska hvernig það lítur út í dag. Og ég hreinlega elska að eiga heima hérna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“