Söngvarinn Sam Smith og leikarinn Brandon Flynn hafa opinberað samband sitt eftir að til þeirra sást haldast í hendur og kyssast í New York.
Parið virtist mjög afslappað þegar það opinberaði rómantík sína en það er aðeins mánuður síðan að Sam Smith tók það fram að hann alls ekki í sambandi.
Brandon Flynn er einn af aðalleikurum 13 Reasons Why sem sló rækilega í gegn fyrr á þessu ári. Hann kom út úr skápnum fyrir nokkrum vikum síðan og sagði þá að hann teldi sjálfan sig hluta af samfélagi LGBT.
Þeir eru virkilega sætir saman eins og sjá má á meðfylgjandi myndum: