fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025

Meðgangan er ekki alltaf létt á fæti

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. október 2017 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chontel Duncan er þekkt fitness módel í Ástralíu, hún er líka tveggja barna móðir og hefur vakið athygli, aðdáun, en líka gagnrýni.

Þegar hún var ófrísk var hún gagnrýnd fyrir að halda áfram að æfa og að ná að halda tónuðum magavöðvum. Hún var líka gagnrýnd fyrir að deila myndum stuttu eftir barnsburð, þar sem hún var komin í hörkuform. Töldu margir að hún væri að setja óraunhæfa pressu á aðrar mæður um að gera það sama.

En þrátt fyrir að Instagram sýndi tónaða óléttubumbu, þýðir það ekki að meðgangan hafi verið fullkomin og Duncan ætlast ekki til að aðrar konur eigi fullkomna meðgöngu heldur. Nýlega deildi Duncan mynd á Instagram sem er ekkert svo fullkomin.

Duncan sem gekk með annað barn sitt þegar hún póstaði myndinni útskýrði að á fyrri meðgöngunni hefði hún glímt við mikinn bjúg og verki, en á seinni meðgöngunni væri hún alveg laus við það vandamál.

„Skapa fótafobíu með þessum pósti,“ skrifaði Duncan á Instagram, „en hann sýnir hversu mikill bjúgurinn var undir lok fyrri meðgöngunnar. Á seinni meðgöngunni hef ég ekki gert neitt öðruvísi en á þeirri fyrri, en samt. Jafnvel ofurfyrirsætur fá bólgna fætur og aðra miður skemmtilega fylgikvilla meðgöngunnar. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir þá, það er ekki hægt að ákveða hverjir þeir verða og það er alveg sama hversu góðu formi þú ert í, þú getur samt átt við erfiðleika að stríða á meðgöngunni.“

Þó að bjúgurinn hafi verið fjarri á seinni meðgöngunni þá glímdi Duncan aftur við verki í rifbeinum, sem líktust vöðvakrampa.

„Um leið og ég sest niður í of langan tíma byrjar verkurinn og helst stöðugur allan daginn. Þannig að ég reyni að standa eða liggja sem mest til að koma í veg fyrir verkinn.“

Á fyrri meðgöngunni fór hún í nálastungumeðferð og nudd til að reyna að losna við bjúginn.

Hún þurfti ekki á slíku að halda á seinni meðgöngunni, en eina sem hún gerði öðruvísi var að hún fór í Pilates. „Ég furða mig á hvað meðgöngurnar eru ólíkar,“ segir hún og vonar að með póstinum, sjái aðrar ófrískar konur að þær eru ekki þær einu sem njóta ekki meðgöngunnar frá a til ö. Hún vonast líka til að fólk hætti að gagnrýna að konur haldi áfram að æfa á meðgöngu. Hún segir engu að síður að það sé munur á viðbrögðum fólks í dag og þegar hún gekk með fyrra barn sitt.

„Ég vildi óska að fólki finnist „virk meðganga“ eðlileg og líti á hana sem heilbrigðan, en ekki sjálfelskan valkost tilvonandi móður.“ Við tilvonandi mæður sem finnst þær ekki vera upp á sitt allra besta á meðgöngunni segir Duncan: „Ekki vera hörð við þig þó þú elskir ekki alltaf að vera ófrísk. Mundu að þú ert að skapa líf, það eitt og sér er stórkostlegur árangur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Mannætan í Klettafjöllum

Mannætan í Klettafjöllum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall