![](http://www.dv.is/media/bleikt/2017/10/ba98ff0da7-950x1024-o.jpg)
Hrekkjavakan er 31. október næstkomandi og eru margir farnir að láta sig hlakka til og byrjaðir að spá í búningi og förðun. Þeir sem hafa ekki mikinn tíma og/eða eru hrifnir af Kardashian fjölskyldunni geta nú keypt sér búning á Yandy sem þeir kalla einfaldlega „Raunveruleikastjarna í undirbúningi.“
Búningurinn er auðvitað ófrísk Kylie Jenner og samanstendur af hvítum kjól og óléttubumbu. Búningurinn kostar 60 dollara (rúmlega 6000 kr.). Hárkollan og snjallsíminn fylgir ekki með.