Gestir sitja við borð í 70 manna sal, lýsing og umgjörð er seiðandi og fögur í senn. Leikarar þjóna gestum og sjá þeim fyrir veitingum og síðan hefst sýningin frjálslega og án hlés. Lög sem Ella Fidsgerald gerði fræg eru sungin af stórgóðum söngvurum ásamt hljómsveit og einnig kemur fyrir bráðfyndinn leikur og spuni í bland við tónlistina. Þetta er algjör veisla fyrir tóneyrað, skemmtun og um leið næring fyrir sálina.
Leikritið er þó ekki ætlað börnum, en höfðar sterkt til fullorðinna sem sækjast eftir notalegri kvöldstund með söng og gleði. Sýningin tekur um það bil 90 mínútur og gestum er alveg frjálst að hreyfa sig um á meðan.
Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir, búninga og sviðshönnuður er Eva Björg Harðardóttir og um tónlistarstjórn sjá Sigurjón Alexandersson og Heiða Árnadóttir.
Áhugaleikhús eins og Leikfélag Mosfellssveitar er ómetanlegt í hverju bæjarfélagi og velvild og áhugi gesta skiptir gríðarlega miklu máli. Þar er líka grasrótin í formi leiklistarnámskeiða auk félagslegrar styrkingar fyrir feimna sem ófeimna.
Allar upplýsingar má finna á Facebooksíðu Leikfélags Mosfellssveitar.
Næstu sýningar verða: