fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Árleg inflúensa: Allt sem þú þarft að vita

doktor.is
Mánudaginn 9. janúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vetri hverjum gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og er hún 2–3 mánuði að ganga yfir. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir á suðurhveli jarðar á tímabilinu júní til október. Í þungum faraldri eykst álag á heilbrigðiskerfið og í samfélaginu verður áberandi aukning á fjarvistum vegna veikinda, frá vinnu og skóla. Einnig eykst fjöldi látinna meðal aldraðra í kjölfar inflúensunnar.

Sýkillinn

Inflúensa er veirusjúkdómur. Veirurnar sem honum valda eru af stofnum A, B og C. Sýkingar af völdum A og B inflúensuveiranna gefa dæmigerð inflúensueinkenni, en einkenni við sýkingu með C veirunni eru vægari og minna er um hana vitað. Oftast er það inflúensa A sem veldur árlegum inflúensufaraldri.

Inflúensu A veiran er mjög breytileg, stöðugt verða lítilsháttar breytingar á erfðaefni hennar, sem leiða til minniháttar breytinga á mótefnavökum veirunnar, svokallað mótefnarek (antigenic drift). Þessar breytingar valda árlegum inflúensufaröldrum og þess vegna er nauðsynlegt að endurbólusetja árlega gegn inflúensunni.

Smitleiðir

Veiran berst manna á milli með hósta og hnerra sem dropa- og loftborið smit og einnig  með höndum sem snertismit eftir að þær eru bornar að vitum. Einstaklingur með inflúensu getur smitað sólarhringi áður en einkenna verður vart, er mest smitandi við upphaf einkenna og getur dreift smiti í allt að 3–5 daga eftir að veikindi hefjast. Börn geta verið smitandi allt að viku eftir að einkenna verður vart.

Greining

Þegar inflúensunnar er að vænta og grunur vaknar um fyrstu inflúensutilfelli vetrarins eru tekin nefkokssýni sem send eru til greiningar á rannsóknarstofuna í veirufræði við Landspítala – háskólasjúkrahús. Þegar búið er að staðfesta komu inflúensunnar til landsins byggir greiningin í flestum tilfellum á sjúkdómseinkennum.

Meðgöngutími

Tími frá smiti þar til einkenni koma í ljós er um 1–4 dagar.

Einkenni

Einkenni inflúensunnar koma snögglega og eru einkum hár hiti, skjálfti, höfuðverkur, beinverkir, þurr hósti, hálssærindi og nefrennsli. Algeng einkenni hjá börnum eru ógleði, uppköst og kviðverkir.

Veikindin ganga yfir á nokkrum dögum og eftir eina viku eru flestir nánast einkennalausir.

Fylgikvillar

Hjá öldruðum er lungnabólga af völdum baktería  algengasti fylgikvilli inflúensunnar og algengasta dánarorsök. Eyrnabólga er algengur fylgikvilli hjá börnum en einnig getur veiran valdið barkabólgu. Sjaldséðir en alvarlegir fylgikvillar hjá öllum aldurshópum eru lungnabólga og heilabólga af völdum veirunnar sjálfrar.

Almenn meðferð

Veikum einstaklingum er ráðlagt að hvíla sig vel, halda kyrru fyrir heima við og drekka ríkulega. Mælt er með notkun hitalækkandi lyfja (t.d. parasetamóls) við háum hita. Forðast skal að gefa börnum asperín (magnýl) við inflúensu því það getur haft alvarlega aukaverkun í för með sér, svokallað Reye’s heilkenni, sem leggst á miðtaugakerfi og lifur.

Veirulyf gegn inflúensu

Á markaði eru fáanleg lyf gegn inflúensu sem nefnast Relenza (zanamivir) og Tamiflu (oseltamivir). Þessi lyf  má nota fyrir sjúklinga með staðfesta inflúensu en þau draga úr einkennum sjúkdómsins og stytta þann tíma sem veikindi standa yfir um ca sólarhring.

Til að lyfjameðferðin komi að notum verður hún að hefjast sem fyrst eftir að einkenna verður vart, eða innan 48 klukkutíma. Eftir þann tíma er gagnsemi lyfjanna vafasöm. Ákvörðun um hvort meðferð skuli gefin er einungis tekin í samráði við lækni og lyfin fást ekki án lyfseðils.

Bólusetning

Árleg bólusetning gegn inflúensunni er besta vörnin og gefur hún um 60–90% vörn hjá einstaklingum yngri en 65 ára (einnig börnum eldri en 6 mánaða) en heldur minni hjá eldri einstaklingum. Bólusetningin dregur einnig úr alvarlegum fylgikvillum sýkingarinnar og lækkar dánartíðni hjá þeim sem veikjast þó þeir hafi verið bólusettir

Sóttvarnalæknir mælir með árlegri bólusetningu áhættuhópa sem eru eftirfarandi:

  • Allir einstaklingar eldri en 60 ára.
  • þungaðar konur
  • Öll börn 6 mánaða og eldri og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðrir þeir sem daglega annast fólk með aukna áhættu.

Skráningarskylda

Inflúensan er skráningarskyldur sjúkdómur og ber læknum og rannsóknarstofum að tilkynna um heildarfjölda tilfella til sóttvarnalæknis mánaðarlega eða oftar samkvæmt nánari ákvörðun hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að hann fái ekki nógu mikið hrós frá stuðningsmönnum Englands – Betri en Rooney og Kane

Segir að hann fái ekki nógu mikið hrós frá stuðningsmönnum Englands – Betri en Rooney og Kane
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Virðist vera ánægður með að hafa misst af Arsenal

Virðist vera ánægður með að hafa misst af Arsenal
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk stórkostlegar móttökur í Manchester – Sjáðu myndbandið

Fékk stórkostlegar móttökur í Manchester – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Fundu stein í skrifborðsskúffu – Veitti stórmerkilegar upplýsingar

Fundu stein í skrifborðsskúffu – Veitti stórmerkilegar upplýsingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.