Það vantar ekki sköpunargáfuna í þennan né hæfileikann til að prjóna eins og meistari. Þessi maður prjónar peysur af hinum ýmsu áfangastöðum, fer síðan og heimsækir staðina að sjálfsögðu klæddur viðeigandi peysu og smellir síðan mynd af sér. Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan sem birtust á Imgur. Hver veit nema það veitir þér innblástur til að læra að prjóna. Ég veit allaveganna að ég væri til í að kunna að prjóna svona frábærar peysur!