fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

„Hvernig væri líf mitt öðruvísi ef ég myndi gera allt sem mig langaði til?“ – Helgi stendur fyrir mannbætandi fyrirlestraröð

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 6. janúar 2017 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir nota tækifærið um áramót til að snúa lífi sínu til betri vegar með einum eða öðrum hætti. Þeir sem ætla að huga bæði að líkama og sál ættu að kynna sér fyrirlestraröðina Aðeins það besta 2017, sem Helgi Jean Claessen stendur fyrir ásamt fleirum laugardaginn 14. janúar.
Á dagskrá eru athyglisverðir fyrirlestrar sem eru í höndum reyndra fyrirlesara sem allir eiga það sameiginlegt að vinna með fólki að því að bæta líf sitt.

Fyrirlestrarnir eru sem hér segir:

Stoppaðu orkuþjófana áður en þeir stoppa þig! – Þorbjörg Hafsteinsdóttir
Kuldinn minn hlýi vinur! – Þór Guðnason.
Hvernig getur þú náð markmiðum þínum? – Áshildur Hlín Valtýsdóttir.
Leyndarmál persónuleikans – Finndu þinn innri styrk í brestunum þínum! – Helgi Jean.
Litlu breytingarnar í mataræðinu sem skipta stóra málinu! – Ásdís Grasalæknir
Hver maður eru margir menn – Gunnlaugur Guðmundsson
Eldurinn í tjaldinu: Að öðlast hugarró með Street Wise hugleiðslu – Tolli Morthens

Aðgangseyrir er 9900 krónur en hér má nálgast miða.

Bleikt heyrði hljóðið í Helga Jean og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um fyrirlestraröðina.

Fyrir hverja er ráðstefnan? Verður þetta allt bugaða liðið sem vaknaði upp við vondan draum um áramótin og ætlar að gera skurk í að bæta sig?

Þetta er fyrir alla sem langar til að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Sama hvar þeir eru svosem staddir á þeirri leið. “Að vera besta útgáfan” er kannski pínu klisjukenndur frasi – en það var ein spurning sem kveikti mjög mikið í mér þegar ég var í minni leit. Hún var: “Hver er “súper þú?” Hvað myndi sú persóna gera? Hvernig væri líf mitt öðruvísi ef ég myndi gera allt sem mig langaði til? Þessi spurning kveikti í mér. Hægt og rólega fór ég að gera breytingar á lífi mínu, mataræði, svefn, kötta út áfengi. Allt í einu hvarf kvíðinn, aðgerðahnúturinn í maganu, sjúkdómaóttinn, þessi eilífa þörf til að leggja sig. Ég varð frjáls til að vera sá sem ég vildi vera. Gera það sem mig langaði til. Það er frábært að fá að blómstra í því.

Þinn fyrirlestur fjallar um að umfaðma sína eign bresti – hvað ertu eiginlega að meina?

Brestirnir okkar eru þeir hlutar af okkur sem við myndum helst ekki vilja vera. Þetta er óöryggið okkar, meðvirknin, reiðin og svo framvegis, Við reynum að bægja þessum tilfinningum frá okkur – og svo fá þær oftast einhverja bælda útrás. Skapa samtal í hausnum á okkur, endalausar hugsanir sem halda okkur jafnvel andvaka – sem getur svo birst í gremju eða reiði við okkur sjálf og aðra.
VIð erum að reyna að vera góð – og rembumst oft við það – en eins og Carl Jung sagði: “Ég vil frekar vera heill – en góður.” VIð þurfum að nálgast þessa bresti með nýrri nálgun, skoða þá, veita þeim umhyggju og ást. Þannig getum við umbreytt þeim í okkar mestu styrkleika. Þetta er eitt af því áhugaverðasta sem ég hef fundið í minni andlegu leit.

Hvernig hlúir þú sjálfur að andlegu og líkamlegu heilbrigði?

Ég geri margt til þess. Allt frá næringaríkri fæðu, hreyfingu, kuldaböðum, svetti, kakóserómóníum, jóga,Wim Hoff öndun og svoleiðs. En fyrst og fremst legg ég áherslu á að tala fallega við sjálfan mig – og sýna sjálfum mér ást og þakklæti. Á hverju kvöldi fer ég yfir daginn í huganum – og finn fyrir þakklæti þeirra sem hafa orðið á leið minni yfir daginn. Það er frábær leið til að mýkja hjartað.

Eitthvað að lokum?

Ég vil bara mæla með fyrirlestraröðinni – þetta eru algjörir snillingar sem hafa frábæra hluti fram að færa – og munu án vafa kveikja neista og hugmyndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Rúrik nefnir fimm aðila sem ættu ekki séns á því að komast í IceGuys – „Menn klæða sig ekki eins og landafræðikennarar í boy bandi“

Rúrik nefnir fimm aðila sem ættu ekki séns á því að komast í IceGuys – „Menn klæða sig ekki eins og landafræðikennarar í boy bandi“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.