fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

28 krabbameinsvaldandi efni í munntóbaki: Frægir íþróttamenn oft fyrirmynd

doktor.is
Föstudaginn 6. janúar 2017 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

37% þeirra sem fá krabbamein í munn eru enn á lífi eftir 5 ár, segir Rolf Hansson tannlæknir sem segir þess misskilnings gæta að reyklaust tóbak sé skaðlaust. Reyklaust tóbak er samheiti yfir þær tegundir tóbaks sem tuggnar eru eða teknar í vör eða nös. Hér er annarsvegar um að ræða skro, sem eru heil tóbaksblöð sem eru tuggin, og hins vegar snuff eða snus en þá eru blöðin mulin í duft og tekin í nefið eða sett undir vör.

Mynd/Doktor.is

Notkun tóbaks á sér langa sögu. Talið að notkunin hafi upphaflega hafist í Suður-Ameríku og þá í kringum trúarathafnir. Jafnframt greip fólk oft til þess að tyggja lauf tóbaksplöntunnar þegar hungursneið reið yfir til að slá á verstu hungurverkina. Landnemaferðir Evrópumanna á 16. öld fluttu með sér tóbakið til Evrópu og síðar aftur yfir hafið til Norður-Ameríku. Ræktunarskilyrði þar voru víða ákjósanlegri fyrir tóbaksplöntuna en á suðurhveli jarðar og varð framleiðslan því mikil og náði tóbakið fljótt mikilli útbreiðslu. Fljótlega varð tóbakið orðið verslunarvara og ígildi peninga í vöruviðskiptum.
Neysla tóbaks var framan af að mestu leyti þannig háttað að laufblöðin voru þurrkuð, pressuð og síðan skorin niður í búta og tuggin (skro). Þó var alltaf eitthvað af því reykt.

Í byrjun tuttugustu aldar var vart til sá mannabústaður sem ekki hafði hrákadall í hverju horni svo neytendur gætu losað sig við tóbakslitaða hráka og tóbakstuggur. Aukin tæknivæðing á þeim tímum varð til þess að auðvelda framleiðslu á sígarettum sem þóttu mun hreinlegri notkun á tóbaki og jafnframt ,,fínni“. Þetta ýtti undir notkun þeirra. Samtímis voru uppi hugmyndir um að berklar, sem í vaxandi mæli voru að leggja fólk að velli, gætu smitast með hráka. Þannig vék notkun munntóbaks að mestu fyrir reyktóbaki. Reyktóbak varð vinsælla og vinsælla eftir því sem leið á tuttugustu öldina.

Eftir að landlæknir Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu á sjöunda áratugnum þess efnis að reykingar væru heilsuspillandi hefur neysla reyktóbaks minnkað en notkun munntóbaks farið hraðvaxandi í hinum vestræna heimi. Tóbaksframleiðendur hafa lagt sitt af mörkum til að auka neysluna og beina spjótum sínum ekki síst að ungum neytendum. Þannig hefur notkun munntóbaks rúmlega þrefaldast á síðustu þrjátíu árum og eru nú u.þ.b.. 5.5 milljónir Bandaríkjamanna daglegir neytendur. Aukning í aldurshópnum 17-19 ára hefur hins vegar fimmtánfaldast á sama tímabili sem er mikið áhyggjuefni.

Mynd/Getty

Talið er að meginástæða þess að notkunin eykst svona hratt meðal ungs fólks sé m.a.:

1. Þetta er reyklaust efni
2. Auglýsingar framleiðanda beinast að ungu fólki
3. Þetta þykir ,,töff“ meðal gæja.
4. Frægir íþróttamenn eru oft fyrirmynd
5. Sá misskilningur að reyklaust tóbak sé hættulaust.

 

Mynd/Getty

 

Reyklaust já en hættulaust aldeilis ekki !!

Munntóbak inniheldur allt að ferfalt meira nikótín en sígarettur og verður því fíkn í það mikil og talin meiri en ef um reyktóbak er að ræða. Krabbameinsvaldandi efni eru litlu færri en í reyktóbaki eða tuttugu og átta talsins auk fjölda annarra ertandi efna. Þessi krabbameinsvaldandi efni, eru til staðar í mun meiri magni í munntóbaki og sá sem notar 10 grömm af munntóbaki á dag fær allt að þrefalt meira af krabbameinsvaldandi efnum en sá sem reykir tuttugu sígrettur á dag.

Afleiðing

Algengasta notkun á munntóbaki nú til dags er að setja það undir vörina. Við það gulnar litur tanna. Tennur skemmast því tóbakið er hlaðið sykri til bragðauka en sykurinn er góð fæða fyrir bakteríur. Tannhold bólgnar og gómar rýrna. Bragð og lyktarskyn minnkar. Þá veldur tóbakið staðbundinni ertingu á slímhúðinni. Slímhúðin þykknar vegna ertingarinnar og langvarandi regluleg notkun getur orsakað krabbamein í slímhúðarþekjunni enda eru allt að ellefu sinnum meiri líkur að fá munnkrabbamein sé um reglubundna notkun munntóbaks að ræða. Eingöngu 37% þeirra sem fá krabbamein í munn af notkun munntóbaks eru á lífi eftir fimm ár.
Árið 1933 varaði landlæknir Bandaríkjanna við því að ef ekki yrði dregið úr notkun munntóbaks meðal unglinga yrði faraldur munnkrabbameina að veruleiki eftir nokkra áratugi
Það gætir mikils misskilnings að nota reyklaust tóbak og halda að ,,reyklaust sé saklaust“.

Rolf Hansson tannlæknir
Birtist fyrst á vefnum 
www.reyklaus.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.