Sádí-arabískar konur kalla eftir jöfnum réttindum kynjanna í tónlistarmyndbandi. Lagið heitir „Obsession“ og fordæmir „umsjónarkerfið“ sem þar ríkir. En það kerfi bannar konum að ferðast og giftast, og stundum einnig að vinna eða fá heilbrigðisþjónustu, án þess að fá leyfi frá karlkyns ættingja. Sádí-arabískar konur hafa einnig kallað eftir jöfnum réttindum á samfélagsmiðlum.
„Ég vill vera fullgildur ríkisborgari. Ekki eign karlmanns,“
skrifaði ein kona á Twitter. #SaudiWomenDemandtheEndofGuardianship er kassamerkið sem er notast við til að mótmæla umsjónarkerfinu og kalla eftir jöfnum réttindum kynjanna. Horfðu á þessar kvenhetjur í myndbandinu hér fyrir neðan.
Horfðu á allt myndbandið hér fyrir neðan.