fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Það er ein mjög stór villa í dagatali Kylie Jenner – Annar skandall tengdur smáforritinu hennar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. janúar 2017 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner gaf út dagatal fyrir 2017 með myndum af sér fyrir hvern mánuð. Myndirnar tók umdeildi ljósmyndarinn Terry Richardson og er dagatalið að rjúka út. Hinsvegar tóku glöggir aðdáendur eftir einni mjög stórri villu í dagatalinu þegar þeir opnuðu það.

https://www.instagram.com/p/BNni2NxhPWB/

https://www.instagram.com/p/BNpHSSmBA9N/

Í dagatalinu 20.ágúst merktur með handskrifuðu „20 í dag,“ og þá verið að vísa til þess að Kylie Jenner eigi tvítugsafmæli þann dag. Hinsvegar er það ekki rétt þar sem hún á afmæli 10.ágúst.

Netverjar á Twitter höfðu mjög gaman af mistökunum.

Samkvæmt TMZ þá eru öll eintök fyrstu útgáfu dagatalsins sem var seld einungis á heimasíðu Kylie með þessa villu. Maður spyr sig hvort að Kylie hafi komið eitthvað nálægt gerð dagatalsins annað en að sitja fyrir á myndunum.

Það kom upp annar skandall þegar færsla birtist á þriðjudaginn á „Kylie Jenner“ smáforritinu. Færslan bar nafnið „Hvernig ég dekra við manninn minn“ og innihélt meðal annars lýsingar á því hvernig Kylie kryddar upp ástarlíf sitt og Tyga með kynlífsleikföngum og nærfatnaði.

Kylie Jenner og Tyga

Kylie tjáði sig í kjölfarið á Twitter og sagðist ekki hafa átt neinn þátt í að skrifa þessa færslu. Þetta var eitthvað sem hún hafði aldrei séð, sagt, né samþykkt og hefði aldrei gert það.

„Hey, héðan í frá mun ég ekki setja inn persónulegar færslur á smáforritið mitt. Færsla fór inn í dag sem var að vitna í eitthvað sem ég ALDREI sagði né sá. Mjög persónuleg færsla sem ég hefði aldrei samþykkt.“

Er þá Kylie Jenner kannski ekki að skrifa sjálf fyrir smáforritið sitt? Smáforrit sem fólk borgar aðgang að til að fá upplýsingar og færslur persónulega frá henni. Starfsfólkið hennar bjó til ummæli frá henni um ástarlíf hennar og setti það inn á smáforritið. Auðvitað grunaði manni að hún væri með starfsfólk til að hjálpa sér við smáforritið en að það sé að búa til efni er kannski aðeins of langt gengið.

„Það er ósanngjarnt gagnvart mér og ykkur að halda að þetta væru mín orð. Mér þykir þetta leitt og ég veit að við munum finna lausn svo við getum öll verið sátt,“

bætti hún við á Twitter. Það er spurning samt sem áður hvort það sé ósanngjarnt gagnvart henni að halda að þetta væru hennar orð, þar sem þetta var á hennar smáforriti og bar titillinn „Hvernig ég dekra við manninn minn“ og fjallaði mjög náið um hvernig Kylie dekrar við Tyga.

Það er eðlileg ályktun að halda að það sem kemur inn á smáforritið sé hennar orð eða allavega samþykkt af henni. Nú er búið að eyða færslunni en meðal þess sem kom fram var hvernig á að bæta kynlífið. „Gerðu kynlífið skemmtilegt! Kryddaðu það upp með nærfötum, leikföngum og nuddi!“ Það var einnig sagt að Kylie hefur gaman af því að útbúa morgunmat í rúmið handa Tyga, baka handa hönum smákökur og gefa honum fallegar gjafir.

Þá spyr maður sig hvaða færslur eru hennar orð eða hennar hugmyndir?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Þau fundu ástina árið 2024

Þau fundu ástina árið 2024
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gummi Ben til í að fella stóra dóminn fyrir jól – „Þetta fer í hausinn á þér“

Gummi Ben til í að fella stóra dóminn fyrir jól – „Þetta fer í hausinn á þér“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.