fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025

Gabríela Líf breytti um lífsstíl – „Markmiðin hættu allt í einu að snúast um útlitið og þyngdina“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 4. janúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vil byrja á því að segja að þetta ferli tók mig rúmt ár og ég sá ekki líkamlegan árangur fyrr en ég var búin að vera að þessu í nokkra mánuði. Það er til hellingur af skyndilausnum sem virka jú í ákveðinn tíma en til lengdar þá er það eina sem virkar að skipta einfaldlega um lífsstíl.

Áður en ég byrjaði ferlið að koma mér í heilbrigðara form þá leið mér mjög illa, bæði andlega og líkamlega. Ég var alltof þung, óörugg, með mjög brotna sjálfsmynd og með stöðuga hausverki og magaverki. Ég fór oft til læknis til að leita að útskýringum á þessum líkamlegu verkjum en ekkert kom í ljós. Ég tók verkjatöflur nánast á hverjum degi og svaf óeðlilega mikið. Seinna kom í ljós að ég þjáðist af alvarlegu þunglyndi og kvíða, en ég fer betur út í það seinna. Við tók löng sálfræðimeðferð þar sem ég kom andlegu hliðinni á betri stað.

Ég byrjaði þetta ferli eins og flestir aðrir, með skyndikúrum, boðum og bönnum. Það sem ég átti erfiðast með var mataræðið, því matur var jú eitthvað sem ég hafði sótt í á þessum erfiðu tímum sem huggun. Ég setti mér allskonar reglur, að ég þyrfti að hætta að borða brauð, hætta að drekka gos, bara óhollusta á laugardögum. En á þessum tímapunkti voru þessi markmið alls ekki raunhæf fyrir manneskju sem borðaði skyndibita nánast á hverjum degi. Þetta voru alltof öfgakennd markmið og þar sem ég hafði aldrei enst í meira en mánuð í einhvers konar hreyfingu var einnig fáránlegt að ætla mér að hreyfa mig amk 5x í viku strax. Á þessum tíma leit ég á hreyfingu og hollt mataræði sem virkilega kvöð og pínu, ef ég hreyfði mig eða borðaði hollt var það ekki því mig langaði til þess heldur vegna þess að ég varð að gera það til að líta betur út.

Þegar andlega hliðin mín var komin á gott ról fór ég að æfa með vinkonu minni. Við byrjuðum hægt, vorum báðar að leita eftir útlitsbreytingum og vildum grennast. Eftir smá tíma í líkamsræktarsal ákváðum við að fara í Crossfit. Ég hafði áður æft Crossfit í smá tíma og var með þá hugmynd í hausnum að ég þyrfti bara mánuð í því og þá væri ég komin aftur í þá kjörþyngd sem ég vildi vera í. Markmiðið sem ég setti mér var að missa 10 kg. Ég varð heldur betur fyrir vonbrigðum þegar heill mánuður leið og ekkert hafði í raun breyst. Ég áttaði mig ekki á því þá að þó svo að líkaminn hafði ekki tekið neinum dramatískum breytingum þá var höfuðið á mér á allt öðrum stað, ég var ekki jafn þreytt og mér leið betur andlega.

Ég ákvað að setja mér markmið í hverjum mánuði og fyrstu 3-4 mánuðina voru það alltaf markmið tengd útlitinu, það að missa 10 kg, ná sem mestum kaloríufjölda á æfingu og hætta að borða óhollt. Ég byrjaði á að mæta að minnsta kosti þrisvar í viku en fljótt fór það yfir í 5-6 skipti, einfaldlega af því að mér fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt.

Eftir smá tíma í Crossfit ákvað maðurinn minn að koma með mér en hann var einmitt að glíma við aukakílóin eins og ég. Það var rosalega mikilvægt fyrir mig á þessum tíma að hafa stuðning, bæði frá vinkonu minni og manninum mínum. Þau voru að vinna að því sama og ég, sem hjálpaði mikið. Með tímanum fór þetta þó að breytast hjá mér, markmiðin hættu allt í einu að snúast um útlitið og þyngdina mína og fóru að snúa að æfingunum sjálfum. Ég fór að setja mér markmið eins og að ná ákveðinni þyngd til dæmis í „deadlift” eða að geta notað þynnri teygju í upphífingum. Ég fór hægt og rólega, án þess að átta mig á því, að breyta hugarfarinu mínu og hætta að spá í hversu þung ég væri. Ég fór frekar að einbeita mér að því hversu þungu ég gæti lyft. Þetta er aðal ástæðan fyrir því að ég er búin að endast svona lengi í Crossfit og fyrir því að það var rétta hreyfingin fyrir mig. Þar lærði ég að áherslan er ekki á hversu þung þú ert eða hvað þú getur misst mörg kíló, heldur hversu þungu þú getur lyft og hvernig þú getur bætt þig í æfingum.
Að sjálfsögðu var alltaf aftan í hausnum á mér að mig langaði að grenna mig, en það varð eiginlega bara jákvæður fylgifiskur þess að hreyfa mig. Ég fór að einblína meira á hvernig mér leið andlega og hvernig fötin mín pössuðu. Það er að mínu mati mun heilbrigðara viðhorf heldur en það sem ég var með áður.
Það sem gerðist einnig var að mataræðið breyttist hægt og rólega eftir því sem ég fór að hreyfa mig meira. Mig langaði ekki í óhollustu eftir að hafa tekið æfingu og með tímanum fór ég að temja mér heilbrigðari lífsstíl.

Ég hætti að stíga stöðugt á vigtina eða mæla mig með málbandi, bara til að sjá hvort ég hafði misst nokkur grömm eða nokkra sentímetra. Ég fagnaði því í staðinn þegar ég setti nýtt PR („personal record”) í æfingum. Ég fann fyrir miklum metnaði til þess að gera betur á æfingum og ég fékk klárlega þessa „Crossfit veiki” eins og margir tala um. Áður en ég vissi af varð þetta aðal áhugamálið mitt og til að byrja með talaði ég ekki um annað, ég fór frá því að vera manneskjan sem þoldi ekki að hlusta á þegar fólk talaði um hreyfingu eða mataræði yfir í að tala varla um annað.
Í mínu tilfelli þurfti ég að taka á andlegu hliðinni áður en ég gat farið að vinna í þeirri líkamlegu en svo með tímanum samtvinnaðist þetta. Með aukinni hreyfingu varð andlega hliðin betri og þegar andlega hliðin varð betri varð sú líkamlega einnig betri. Það fyndna við það var að ég tók ekki eftir þessum kílóamissi fyrr en ég var búin að vera að hreyfa mig og borða hollt í heilt ár. Ég hafði semsagt misst 25 kg og bætt á mig hellings vöðvamassa. Ég einfaldlega gleymdi að fylgjast með því og það kom heldur betur skemmtilega á óvart. Það sem er mikilvægast er að finna hreyfingu sem hentar þér, eitthvað sem þér þykir skemmtilegt að gera og restin kemur. Crossfit var það sem hentaði mér og það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum.

Þegar þetta er ritað er ég komin rúmar 36 vikur á leið og ég hef ekki mátt hreyfa mig mikið vegna meðgöngunnar. Það veitir mér hinsvegar mikið öryggi að vita að ég gat gert þetta áður og ég er því ekki jafn stressuð yfir því að gera þetta aftur eftir meðgönguna. Ég er mjög spennt fyrir því að koma mér aftur í gott líkamlegt form en er þó mjög meðvituð um að þetta tekur tíma, enda tók það mig ár að missa þessi kg og komast í betra form. Meðgangan tekur 9 mánuði og því ætla ég að gefa mér að minnsta kosti 9 mánuði til að koma mér aftur í gott stand.

Ef þið viljið fylgjast betur með mér þá er instagramið mitt HÉR

Þangað til næst
Gabriela <3

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Má fara í janúar – Þýska stórliðið líklegur áfangastaður

Má fara í janúar – Þýska stórliðið líklegur áfangastaður
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Karlkyns strippari leysir frá skjóðunni um hegðun kvenna

Karlkyns strippari leysir frá skjóðunni um hegðun kvenna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmenn Brann tjá sig um ráðninguna á Frey

Leikmenn Brann tjá sig um ráðninguna á Frey
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ósáttur eftir Íslandsdvölina – „Augljóst að fyrirtækin eru að sækja ofurgróða á hinum ýmsu ferðamannastöðum“

Ósáttur eftir Íslandsdvölina – „Augljóst að fyrirtækin eru að sækja ofurgróða á hinum ýmsu ferðamannastöðum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Árbæingar staðfesta komu Eyþórs – „Hér er allt til staðar“

Árbæingar staðfesta komu Eyþórs – „Hér er allt til staðar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.