Danska sjónvarpsstöðin TV2 birti fyrir skömmu áhugavert myndband um það hve mikið við öll eigum sameiginlegt. Á tímum þar sem stjórnmálamenn víða um veröld ala á misklíð milli ólíkra þjóðfélagshópa og leitast við að draga fólk í dilka, við gegn hinum, er þetta myndband þörf áminning um það mannlega sem sameinar okkur.
Burtséð frá trú, litarhætti, kyni, kynhneigð eða hverju sem er þá erum við öll manneskjur sem gengið höfum í gegnum ýmislegt og er margt líkara með reynslu okkar þrátt fyrir ólíka uppruna en við viljum gera okkur grein fyrir.
Hér má sjá myndbandið