fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

The Rockettes neita að koma fram á embættistöku Donald Trumps

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Rockettes eru kvenkyns dans- og sönghópur sem hefur komið fram á Rockefeller Center‘s Radio Music höllinni í marga áratugi. Hópurinn var stofnaður árið 1925 og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Yfir jólatímann koma þær fram fimm sinnum á dag, sjö daga vikunnar. The Rockettes koma víða fram og eru ein af táknmyndum New York borgar, eins og Frelsisstyttan og Empire State byggingin.

The Rockettes. Mynd/Getty

Eigandi the Rockettes, James Dolan, tilkynnti að þær myndu koma fram á embættistöku Donald Trumps þegar hann verður settur inn í embætti forseta Bandaríkjanna þann 20.janúar næstkomandi. James ráðfærði sig ekki við meðlimi the Rockettes og voru þær mjög ósáttar við ákvörðun James.

Þær vildu ekki taka þátt í embættistöku Donald Trumps né neinu sem viðkemur honum, en voru hræddar um að missa vinnuna ef þær myndu ekki mæta. Áttatíu dansarar eru í aukastarfi eða á bakvakt, og var starf þeirra í hættu ef þær myndu neita að koma fram. Þrettán konur eru í fullu starfi og vinna samkvæmt samningi sem segir að þær séu skyldugar til þess að koma fram á öllum áætluðum sýningum.

Donald Trump

Þrátt fyrir að óttast um starf sitt þá komu margar af þeim opinberlega fram og sögðu frá vonbrigðum sínum. Þær sögðu fjölmiðlum að þær vildu ekki koma fram fyrir forseta sem væri karlremba, anti-Latino, anti-LGBT og hótar samstarfsmönnum þeirra sem eru óskráðir innflytjendur og starfa sem sviðsmenn.

Einn meðlimur hópsins sem kom fram nafnlaust í Marie Claire sagði að aðrir meðlimir hafi grátið í gegnum jólasýninguna. Konan sem dansaði við hliðina á henni fannst eins og hún væri „þvinguð til þess að koma fram fyrir þetta skrímsli.“ Hún sagðist einnig vera tilbúin að missa vinnuna sína fyrir þetta því „þetta sé of mikilvægt.“

„Þetta er ekki mál repúblikana né demókrata, þetta snýr að réttindum kvenna. Þetta er spurning um kynþáttafordóma og kynfordóma, eitthvað svo miklu stærra en pólitík.“

The Rockettes. Mynd/Getty

Fulltrúar stéttarfélags the Rockettes, the American Guild of Variety Artists (AGVA), fóru á fund með James Dolan til að ræða málin. Þar var ákveðið að þær sem vildu ekki koma fram á embættistöku Trumps mættu sleppa því án þess að eiga hættu á því að missa vinnuna. Eins og er þá hefur enginn meðlimur hópsins opinberlega tilkynnt að hún muni koma fram.

Horfðu á þær hér fyrir neðan koma fram á skrúðgöngu Macys í fyrra.

Breska söngkonan Rebecca Ferguson fór þó ólíka leið en the Rockettes. Fyrrum X Factor UK þátttakandinn sagði í yfirlýsingu á mánudaginn að hún hafði verið beðin um að koma fram á embættistöku Donald Trump og hún myndi samþykkja að koma fram með einu skilyrði: Að hún fengi að syngja lagið „Strange Fruit.“ Lagið er frægt lag sem mótmælir kynþáttafordómum gegn svörtum í Bandaríkjunum. Það var upprunalega samið sem ljóð á fjórða áratugnum til að mótmæla kynþáttahatri í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Hér er smá brot úr textanum:

Suðræn tré bera skrýtinn ávöxt// Blóð á laufunum og blóð við ræturnar// Svartir líkamar sveiflast um í suðrænum vindinum// Skrýtinn ávöxtur hengur á öspinni//

Rebecca Ferguson

„Ég hef verið spurð og þetta er svarið mitt. Ef þú leyfir mér að syngja Strange Fruit, lag sem hefur mjög mikilvægt og sögulegt gildi, lag sem var bannað í Bandaríkjunum fyrir að vera of umdeilt. Lag sem talar til svarts fólk sem hefur upplifað lítilsvirðingu í Bandaríkjunum og verið traðkað á. Lag sem er áminning á að ástin sé það eina sem mun sigra allt hatrið í heiminum, þá mun ég með glöðu geði þiggja boð þitt og sjá þig í Washington,“

skrifaði Rebecca á Twitter. Trump hefur ekki enn svarað yfirlýsingu Rebeccu. Eins og er þá er einu listamennirnir sem eru staðfestir að koma fram á embættistöku hans þann 20.janúar Jackie Evancho, þátttkandi í America‘s Got Talent, og Mormon Tabernacle kórinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Fatnaður fegurðardrottningar falur

Fatnaður fegurðardrottningar falur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?

Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sorglegur endir Messi og fótboltans á Spáni

Sorglegur endir Messi og fótboltans á Spáni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.