Ef þú hefur einhvern tíman skoðað myndir frá Viktoríutímabilinu þá hefuru eflaust tekið eftir því að bros eða fíflalæti á myndum voru afar sjaldgæf. Allir virðast svo alvarlegir og stífir að það lítur stundum út eins og fólk á nítjándu öldinni hafi ekki kunnað að hafa gaman. En það er það sem þessar sjaldgæfu myndir sýna, fólk kunni svo sannarlega að skemmta sér. Það gerði það bara ekki oft fyrir framan linsuna.
Það eru margar kenningar varðandi af hverju fólk frá Viktoríutímabilinu var oftast alvarlegt á myndum, Bored Panda tók saman. Það að taka eina mynd gat tekið nokkrar klukkustundir og þurftu þau að vera alveg kyrr á meðan þannig að brosa var oft bara ekki í boði eða mjög sársaukafullt. Hefur þú prófað að brosa í marga klukkustundir? Örugglega frekar óþægilegt. Svo er einnig sú kenning að fólk vildi ekki brosa mikið á myndum vegna slæmrar tannhirðu og í þokkabót má ekki gleyma því að margir áttu mjög erfitt á þessum tíma.
1890-1900
1840
1892
1897
1883
1899
1899
1880-1900
Til að skoða fleiri myndir kíktu hér.