fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Hvað segir svefnstellingin um ástarsambandið?

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa margir velt því fyrir sér hvað lesa megi í svefnstellingar fólks. Bæði einstaklinga og para. Ef til vill felst í þeim einhver líkamstjáning sem gefur eitthvað til kynna um líðan viðkomandi, persónuleika eða annað slíkt. Í tilfellum para er talið að svefnstellingin geti sagt sitthvað sum sambandið. En hvað? Hér má sjá túlkun á fimm algengum svefnstellingum fólks í ástarsambandi.

Mynd: Getty.

Skeiðarnar

Í þessari sígildu stellingu liggur par í faðmi hvers annars. Báðir aðilar snúa í sömu átt og annar þeirra heldur utan um hinn. Þessi stelling veitir ákveðna verndartilfinningu.

Aðskildar skeiðar

Þessi stelling er eins og sú fyrri nema að því leiti að einstaklingarnir tveir sofa með bil sín á milli. Fólk sem hefur verið lengur í sambandi sefur gjarnan svona.

Sitthvor hliðin

Í þessari stellingu er bil á milli einstaklinganna sem sofa í sama rúmi og þeir snúa í sitt hvora áttina. Það virðist kannski benda til einhvers konar „sambandsleysis“ en bendir þó frekar til þess að báðir aðilar séu í góðu sambandi við sjálfa sig og sjálfstæðir innan ástarsambandsins.

Eltingaleikurinn

Þessi skondna stelling felur í sér að annar einstaklingurinn elti hinn þegar hann færir sig til í rúminu yfir nóttina. Kannski nýtur sá sem flýr þess að láta eltast við sig. Kannski vill hann bara svefnfrið.

Höfuð á brjósti

Að sofa með höfuðið á brjósti hins aðilans er yfirleitt merki um að sambandið sé nýtt og spennandi. Báðir aðilar eru þá tilbúnir til þess að fórna gæðum svefnsins fyrir það að geta legið í náinni snertingu við hvorn annan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.