Það hafa margir velt því fyrir sér hvað lesa megi í svefnstellingar fólks. Bæði einstaklinga og para. Ef til vill felst í þeim einhver líkamstjáning sem gefur eitthvað til kynna um líðan viðkomandi, persónuleika eða annað slíkt. Í tilfellum para er talið að svefnstellingin geti sagt sitthvað sum sambandið. En hvað? Hér má sjá túlkun á fimm algengum svefnstellingum fólks í ástarsambandi.
Í þessari sígildu stellingu liggur par í faðmi hvers annars. Báðir aðilar snúa í sömu átt og annar þeirra heldur utan um hinn. Þessi stelling veitir ákveðna verndartilfinningu.
Þessi stelling er eins og sú fyrri nema að því leiti að einstaklingarnir tveir sofa með bil sín á milli. Fólk sem hefur verið lengur í sambandi sefur gjarnan svona.
Í þessari stellingu er bil á milli einstaklinganna sem sofa í sama rúmi og þeir snúa í sitt hvora áttina. Það virðist kannski benda til einhvers konar „sambandsleysis“ en bendir þó frekar til þess að báðir aðilar séu í góðu sambandi við sjálfa sig og sjálfstæðir innan ástarsambandsins.
Þessi skondna stelling felur í sér að annar einstaklingurinn elti hinn þegar hann færir sig til í rúminu yfir nóttina. Kannski nýtur sá sem flýr þess að láta eltast við sig. Kannski vill hann bara svefnfrið.
Að sofa með höfuðið á brjósti hins aðilans er yfirleitt merki um að sambandið sé nýtt og spennandi. Báðir aðilar eru þá tilbúnir til þess að fórna gæðum svefnsins fyrir það að geta legið í náinni snertingu við hvorn annan.