fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025

Ráð gegn sykurlöngun og hugmyndir að staðgenglum sykurs

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sykurlöngun er gjarnan sprottin af ójafnvægi í næringu eða lykilvítamínum.  Til að slá á sykurþörfina er því lykilatriði að vera vel nærð. Bætiefni eins og zink, magnesíum og króm eru lykilvítamín sem getað hjálpað með sykurlöngunina. Rannsóknir hafa einnig sýnt að konur þrá súkkulaði meira en venjulega þegar komið er að þeim tíma mánaðarins. Þetta stafar af aukinni magnesíumþörf okkar. Magnesíum er hægt að taka inn í töflu- eða duftformi en einnig finnst það í klettasalati, gráfíkjum og kasjúhnetum sem dæmi. Í sykurlausri áskorun förum við nánar í þá fæðu sem hjálpar okkur í baráttunni gegn sykurpúkanum. Einnig förum við yfir þau ráð sem gott er að hafa í huga til að halda sykurlöngun í lágmarki. Hér fyrir neðan má sjá nokkur.

Svona heldur þú sykurlöngun í lágmarki:

 

Lestu innihaldslýsinguna á þeim vörum sem þú kaupir og gerði þitt fremsta að forðast “falinn sykur” eins og t.d dextrose, fructose, high-fructose corn syrup, molasses, sorbitol.

 

Haltu blóðsykrinum stöðugum. Byrjaðu daginn á einhverju sem er ríkt af próteini og fitu því það gefur góða fyllingu sem endist fram eftir degi. Sykur kemur blóðsykrinum úr jafnvægi á meðan prótein og fita halda honum stöðugum. Grænn drykkur með möndlum og avókadó er góð byrjun á deginum eða sem millimál.

 

Fáðu þér glas af vatni þegar sykurlöngun gerir vart við sig og athugaðu hvort löngunin minnkar ekki. Drekktu uppí 8 glös af vatni á dag.

 

Svefninn er mikilvægur. Svefnleysi kveikir á streitu hormónum, líkaminn hreinlega ærist og kallar á orkuríka og sykursæta hluti. Það er því gríðarlega mikilvægt að ná sjö til átta klukkustunda svefni á nóttu.

 

Hægðu á þér – borðaðu með núvitund.

Að sjálfsögðu langar okkur nú samt stundum í eitthvað sætt! Þegar kemur að bakstri eða sérstökum tilefnum er því frábært að vera vel upplýst um hvað eru bestu staðgenglar sykurs. Það er nefnilega til ýmis náttúruleg sætuefni sem eru ekki bara bragðgóð, heldur geta hjálpað okkur að vinna gegn sykurlöngun! Hér eru nokkrir hollir og góðir staðgenglar sykurs:

 

Stevia

Á meðan sykur hindrar skilaboð til heila sem gefa merki um að þú sért orðin södd, hjálpar stevia að viðhalda heilbrigðri matarlyst og halda blóðsykursstigi í líkamanum í jafnvægi. Rannsóknir sýna einnig að stevia getur einnig lækkað blóðsykurstig líkamans og unnið gegn sykursýki. Stevia er allt að 200-350 sinnum sætari en hvítur sykur og þarf því afar lítið magn hverju sinni.

 

Döðlur

Döðlur eru með lágan blóðsykurstuðul og eru fullkomnar í bakstur eða bara einar og sér. Þær svala þannig sykurþörfinni á mun hollari hátt en hvíti sykurinn og innihalda ýmis góð næringarefni.

 

Kakó

Lífrænt kakó er ríkt af járni og magnesíum sem hjálpa þér gegn sykurpúkanum og auka orkuna. Bættu við kakó útá chia grautinn þinn eða í bústið.

 

Kanil

Kryddaðu uppá morgunkaffið, te-ið eða grautinn með því að setja smá kanil útá. Kanill gefur sætt bragð og styður við ónæmiskerfið án þess að bæta neinum kaloríum við.

 

Bananar

Bananar eru náttúrulega sætir á bragðið, stútfullir af vítamínum og steinefnum, sérstaklega B – 6 og kalíum. Bananar innihalda einnig magnesíum sem getur unnið gegn sykurlöngun.  Bættu bönunum útí búst drykkinn, í hrákökuna eða notaðu sem sætu á bakstrinum.

 

Rúsínur

Með því að setja rúsínur í blandara getur þú búið til góða náttúrulega sætu, sem inniheldur trefjar og andoxunarefni. Upplagt í baksturinn og kemur skemmtilega á óvart.

 

Hunang

Hunang er andoxunaríkt og gefur góða næringu frá hreinni náttúruafurð. Notið þó sparlega þar sem hunang inniheldur frúktósa sem í of miklu magni getur leitt til hækkunar á blóðsykri og fitusöfnunar.

 

Það erfiðasta vill oft vera að byrja, en með góðum ráðum og staðgenglum fyrir hvíta sykurinn getum við þetta öll! Í ókeypis sykurlausu áskoruninni sem hefst 30.janúar er lögð áhersla á að komast yfir erfiðasta kaflann í því að hefja sykurlaust líf, með uppskriftum, innkaupalistum, fróðleik og stuðning.

Vertu sykurlaus með mér í 14 daga, finndu aukna vellíðan og borðaðu dásamlegan mat! Sykurminni lífsstíll hefur aldrei verið eins auðveldur!  Skráðu þig til leiks hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar Eggert um ákvörðun Underwood og Village People – „Dollarinn ræður öllu á endanum og allir hafa sitt verð“

Arnar Eggert um ákvörðun Underwood og Village People – „Dollarinn ræður öllu á endanum og allir hafa sitt verð“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Tottenham – Sterling byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Tottenham – Sterling byrjar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrverandi borgarstjóri baunar á borgaryfirvöld: „Vandræði, mistök og klúður“

Fyrrverandi borgarstjóri baunar á borgaryfirvöld: „Vandræði, mistök og klúður“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hlakkar í Sólveigu Önnu eftir leiðara Moggans í dag – „Fátt hefur hresst mig meira við á síðustu árum“

Hlakkar í Sólveigu Önnu eftir leiðara Moggans í dag – „Fátt hefur hresst mig meira við á síðustu árum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KSÍ sektar Víking um 60 þúsund krónur

KSÍ sektar Víking um 60 þúsund krónur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir á blaði Arsenal í janúar

Tveir á blaði Arsenal í janúar
Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sigfús fór í meðferð og hefur verið edrú í 26 ár – „Ég var bæði þunn­ur og illa lykt­andi“

Sigfús fór í meðferð og hefur verið edrú í 26 ár – „Ég var bæði þunn­ur og illa lykt­andi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.