fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Prjónað í fæðingarorlofi

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef alltaf verið mikið fyrir að prjóna, eða í raun bara verið mikið fyrir allskonar handavinnu en prjón er í raun eitt stærsta áhugamálið mitt. Þetta er áhugi sem ég fæ frá mömmu minni sem hún hefur frá mömmu sinni og svona koll af kolli langt aftur, en mamma hefur gefið út nokkrar prjónabækur sem hafa verið vinsælar hér á landi.

Minn prjónaáhugi hófst þegar ég var 6 ára, ég man alveg hvernig meira að segja. Í 6 ára afmælisgjöf frékk ég barnaprjónapakka frá bróður mínum, en þessi pakki var ótrúlega sniðugur. Í honum leyndust nokkrar hnotur, prjónar og hefti með nokkrum mjög auðveldum uppskriftum. Á þessum tíma kunni ég bara að fitja upp og dundaði mér við það með nýja prjónasettinu, fitja upp, rekja upp og fitja upp aftur og svo framvegis. Ég man eins og hefði gerst í gær að mamma spurði mig afhverju ég væri alltaf bara að fitja upp og hvort ég vildi ekki bara læra að prjóna – sem hún svo kenndi mér. Frá því augnabliki ef ég aldrei – já aldrei – verið með tóma prjóna, oftast er ég með 2-3 eða fleiri verkefni í gangi og hef prjónað ógrynni af teppum, peysum sokkum, húfum og fleiru.

Á meðan ég var ólétt prjónaði ég samt ekki mikið fyrr en í lok meðgöngu og þá fór ég sko á fullt! Áður en Fannar fæddist var ég búin að prjóna níu peysur, einar buxur, einar stuttbuxur og tvennar húfur. Þrátt fyrir það var ég samt líka með nokkrar í vinnslu og á döfinni, en ég gjörsamlega elska að prjóna barnapeysur.

Mig langaði að sýna ykkur smá af því sem ég gerði í fæðingarorlofinu. Skrýtið að segja það, en ég hafði í raun ótrúlega mikinn tíma fyrst eftir að Fannar fæddist, hann er fyrirburi og eiga þeir það til að sofa talsvert meira en börn sem fæðast eftir fulla meðgöngu, alla vega á meðan þau eru að ná sinni meðgöngulengd. Hann var einnig mjög rólegur og vær og stundum vissi ég ekki alveg hvað ég átti að gera við sjálfa mig því hann fylgdi bara sinni „rútínu” (í raun varð ég alltaf að vekja hann á 3 klst fresti til að gefa honum því hann vaknaði ekki sjálfur) þannig að ég notaði tímann milli gjafa til að horfa á Friends og prjóna með vögguna við hliðina á mér.

Smá sár yfir að hafa gleymt að taka mynd af honum í þessari en ég notaði hana rosalega mikið.
Þessi hefur líka verið uppáhalds. Elska litinn á henni og hann fór nánast allaf út í vagn í þessari.
Þessi samfella er æði.
Þessa passar hann loksins í, en þetta er uppskriftin Blær frá Hlýna.
Þessi var prjónuð án uppskriftar en mig langaði svo í hnútapeysu á hann.
Þessa hef ég prjónað oft og mörgum sinnum og gefið í sængurgjafir, þannig að mér fannst alveg nauðsynlegt að Fannar myndi eiga líka eina.
Skrímslabuxurnar!
Þetta sett fer að passa á hann fljótlega. Hef gert þetta nokkrum sinnum áður og gefið í sængurgjafir.
Ég dýrka þetta sett, það er enn talsvert stórt en ég vona að hann geti verið í því um næstu jól.

Í dag er ég með nokkrar peysur, húfur, sokka og vettlinga í vinnslu en hef ekki alveg jafn mikin tíma og ég gerði í upphafi fæðingarorlofsins, en ég nýti samt oft tímann á kvöldin og þegar hann tekur lúr á daginn við að dunda mér við prjónaskap. Ég er voðalega spennt fyrir að fara að hekla líka. Ég hef aldrei verið mikið fyrir hekl, en langar að endurnýja kynnin aftur við það og leyfi ykkur svo kannski að sjá afraksturinn ef eitthvað heppnast.

Bestu kveðjur,

Hildur Hlín


Greinin birtist fyrst á Öskubuska.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ræddi við Pogba á Twitch – ,,Ef það er rétt verð ég virkilega ánægður“

Ræddi við Pogba á Twitch – ,,Ef það er rétt verð ég virkilega ánægður“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Gerir grín að mætingu Sigmundar á Alþingi – „Fjarverandi 162 atkvæðagreiðslur í röð“

Gerir grín að mætingu Sigmundar á Alþingi – „Fjarverandi 162 atkvæðagreiðslur í röð“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann