Kvikmyndin La La Land hlaut í dag 14 tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2017. La La Land er meðal annars tilnefnd sem besta kvikmyndin, Emma Stone er tilnefnd sem besta leikkonan og Ryan Gosling sem besti leikarinn. Damien Chazelle er svo tilnefndur sem besti leikstjórinn og fyrir besta handritið. Margir bjuggust við þessu þar sem kvikmyndin hlaut sjö Golden Globe verðlaun á dögunum og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda.
Tvær kvikmyndir hafa áður fengið 14 tilnefningar til Óskarsins, All About Eve árið 1950 og and Titanic árið 1997. Þrjár kvikmyndir deila þeim heiðri að hafa unnið flest verðlaun á þessari virtu verðlaunahátíð en Titanic, Ben-Hur og The Lord of the Rings: The Return of the King unnu allar 11 verðlaunastyttur.
Hægt er að horfa á stikluna fyrir La La Land hér fyrir neðan en tæpar 15 milljónir hafa skoðað hana á Youtube. La La Land er nú þegar komin í sýningu í kvikmyndahúsum hér á landi.