Charlotte Harrison var ekki viss hvort að egg sem hún keypti á eBay myndi klekjast eða ekki. Eggið var emúi egg, en emúi er stór ófleygur ástralskur fugl, svipaður strúti. Hún setti eggið í hitakassa og var dugleg að vigta það og snúa því við. 47 dögum eftir að hún fékk eggið þá byrjaði það að klekjast.
„Ég sat þarna í fjóra klukkutíma að skrækja og flauta til að fá hann til að koma út,“
sagði hún við Mirror. Þessi hljóð gerðu það að verkum að unginn tengdist henni sterkum böndum og fékk hann nafnið Kevin.
Eins og sést á meðfylgjandi myndum er Kevin algjört krútt og örugglega skemmtileg viðbót á heimilið. Fyrir utan þá staðreynd að hann á eftir að verða tæplega tveir metrar á hæð! Emúi er næst stærsti fugl í heiminum, á eftir strúti. Skoðaðu myndirnar af Kevin hér fyrir neðan.