fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Elsku Birna: Ég hefði getað verið þú

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 23. janúar 2017 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem þjóðin óttaðist er nú nístingskaldur veruleiki. Þú ert látin. Þjóðir syrgja. Ekki bara við Íslendingar,“ skrifar Ragga Nagli á Facebook síðu sína í dag. Hún er ein af þeim fjölmörgu sem hafa tjáð sig um Birnu á samfélagsmiðlum síðan í gær. Við fengum góðfúslegt leyfi hennar til þess að birta pistilinn hennar hér og gefum henni því orðið…

Elsku Birna Brjánsdóttir.

Ég þekkti þig ekki. En ég hef hugsað um þig á hverjum degi í heila viku. Ég horft á fallega andlitið þitt á öllum miðlum. Stóru augun þín. Rauða hárið og þykku varirnar.
Ég hef aldrei hitt þig. Ég þekkti þig ekki. En finnst samt ég hafa þekkt þig.
Því ég hefði alveg getað verið þú. Fyrir 20 árum. Árið 1997. Þegar ég var líka í Dr. Martens skóm. Með stáltá. Eins og þú.
Að djamma í Reykjavík frameftir morgni. Með pylsu í hönd að leita að meira djammi. Eða leita að fari heim. Í rúmið hlýja. Eins og þú.

Strákar á rúntinum stoppa og lofa partýi og meira stuði.
Eða lofa skutli heim í heitum bíl á kaldri janúarnótt.

Þess vegna hryggir það mig að lesa athugasemdir frá skilningssljóum röddum: “Hvað var hún að hugsa að fara upp í bíl með ókunnugum strákum.”  “Kennir stelpum að þiggja ekki far með hverjum sem er.”

Ég hefði getað verið þú og farið upp í þennan bíl.
Vinkona mín. Systir mín. Frænka mín. Við hefðum allar getað verið þú.

Það sem þjóðin óttaðist er nú nístingskaldur veruleiki. Þú ert látin. Þjóðir syrgja.
Ekki bara við Íslendingar.
Líka Grænlendingar sem syrgja þig með kveikt á kertum.
Og þeir syrgja ógæfusyni lands síns.
Þessa tvo menn sem vekja upp hjá okkur vondar tilfinningar.
Reiði. Hjálparleysi. Skilningsleysi. Vonleysi.

En við þurfum að passa að þessar tilfinningar geri okkur ekki að minni mönnum. Það er ekki langt síðan að Íslendingur framdi ódæðisverk í Danmörku en það hafði engin áhrif á framkomu Dana í garð okkar hinna landa hans.

Elsku Birna. Ég þekkti þig ekki en stóru augun þín segja mér að þú myndir sýna Grænlendingum sömu virðingu. Ég er viss um að þú myndir nota ást og kærleik til að reka út hatur og ofbeldi.

Elsku Birna. Fjölskyldan þín á hug minn allan núna og sendi þeim mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Minning þín lifir á meðal sorgmæddrar þjóðar.
Ég kveiki á kerti fyrir þig og held áfram að hugsa um þig.
Eins og ég hafi þekkt þig.

#fyrirBirnu #Birna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.