fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Átta leiðir að betra lífi

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 23. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir vilja góða líðan og gott líf. Forsendur okkar eru misjafnar, en öll getum við gert eitt og annað til að bæta líðan okkar. Hér eru nokkur ráð sem hafa gagnast mér og fleirum vel í baráttunni:

Þakkir

Þakklæti er tilfinning sem getur ekki annað en leitt gott af sér. Þakklæti er heimatilbúið, eina hráefnið sem þarf eru hugsanir – og það kostar ekki neitt. Þakklæti getur verið óskaplega einfalt – ef þér dettur ekki neitt í hug að þakka fyrir skaltu bara líta í kringum þig. Kannski áttu þægilegan stól sem þú hvílist í daglega, hlýja sokka sem gera kvöldin notaleg, eða vekjaraklukku sem vekur þig með dásamlegri sólarupprás. Það má alveg þakka fyrir hluti. Við getum líka þakkað fyrir flóknari hluti – jafnvel erfiðleika. Ef til vill ertu óendanlega þakklát/ur fyrir að hafa nýlega komist að framhjáhaldi maka þíns, en ekki eftir 5 ár af lygi í viðbót! Prófaðu, og haltu jafnvel þakklætisdagbók.

Sandkornið

Stundum er gott að muna hversu ofboðslega lítill maður er í stóra samhenginu. Á jörðinni okkar búa um 7 milljarðar af manneskjum, sem allar eru að reyna að komast af. Prófaðu að skoða samhengi hlutanna á þessum ágæta vef – og spáðu svo í hversu lítilvæg þín vandamál eru í samhengi við allt annað.

Mildi

Temdu þér milda afstöðu til þeirra sem verða á vegi þínum. Það sem við gefum öðrum hefur nefnilega tilhneigingu til að skoppa til baka beint í hausinn á okkur. Árás er svarað með árás, öskri er svarað með öskri, og brosi er yfirleitt svarað með brosi. Við getum aldrei vitað með vissu hvað sá sem við hittum er búinn að ganga í gegnum. Kannski dó kötturinn hans í gær, og kannski steig hann á teiknibólu þegar hann fór framúr í morgun.

Vatn

Drekktu mikið af því. Það bætir heilsu, útlit og svefn.

Gæðasamvera

Leyfðu þér að njóta nándar með fólki sem stendur þér nærri. Hér eru gæði ofar magni. Nánd getur falist í þvi að hnoðast með börnunum, elda með makanum og spjalla á meðan, fara í ísbíltúr með besta vininum, eða sitja í þögn og prjóna með góðri vinkonu.

Já frekar en nei

Lífið verður svo miklu skemmtilegra ef þú segir já. Þú gætir uppgötvað eitthvað nýtt og lent í alls konar ævintýrum. Ef þig dreymir um að hlaupast á brott með sirkusnum er ekki vænlegt til árangurs að setjast á stól fyrir utan húsið þitt og bíða. Reimaðu frekar á þig skóna og leitaðu sirkusinn uppi!

Líkaminn

Notaðu hann. Það er eina leiðin til að halda honum í lagi á meðan jarðvistarinnar nýtur.

Finndu

Leyfðu þér að finna til frekar en að bægja burtu öllum tilfinningum sem þú hefur lært að séu neikvæðar. Það er ekkert að því að hrasa af og til ofan í smá dældir á veginum – galdurinn er að kunna leiðina upp úr holunni aftur. Biddu um hjálp þegar þú þarft hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.