fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Þegar gamlir sénsar skjóta upp kolli á undarlegum tímum!

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 22. janúar 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er málið með að vera nýbyrjuð að hitta gæja, og vera orðin mjög skotin, og vera alveg óvart hætt að kíkja inn á Tinder – og skyndilega er eins og allir draugar fortíðar vakni og byrji að herja á konu. Gamlir sénsar dúkka upp, biðja um kaffihitting, senda sætar kveðjur eða hrós, já eða biðja beinlínis um að fá vinsamlegast að koma upp í ból til konu – ÍTREKAÐ!

Þetta eru gjarnan þeir sem áttu alvöru séns í fortíðinni. Gaurarnir sem hefðu getað orðið kærastar og skipt einhverju máli í stóra samhenginu.

Líklega fer þetta allt fram á ómeðvitaða sviðinu. Það er eins og þeir finni á sér að gluggi í kosmósinu er við það að lokast á nefið á þeim. Þeir skynja eitthvað í loftinu og finnst þeir allt í einu þurfa að gera eitthvað. Leggja inn dálitla áminningu um eigið ágæti, gefa smá hól eða fallegar strokur, sýna fallegustu fjaðrirnar.

Eru þeir eins og hundar sem finna allt í einu að ókunnugur hundur er búinn að míga utan í staurinn þeirra?

Ég ákvað að spyrja nokkrar konur um hvort þær könnuðust við fyrirbærið – varla gat þetta verið einsdæmi hjá ykkar einlægri. Viti konur, að sjálfsögðu könnuðust gagnkynhneigðar kynsystur mínar vel við að vera hundeltar af uppvakningum úr fortíðinni.

„Hei sæta, manstu eftir mér?“

Nokkrar voru svo sætar að leyfa mér að birta frásagnir þeirra:

„Þetta gerðist fyrir nokkrum árum, einmitt þegar ég var að byrja að deita manninn sem ég er gift í dag. Ég var mjög spennt fyrir öðrum manni dálitlu áður. Svo spennt að ég var hætt að líta í kringum mig. Að lokum komst ég að því að það var nákvæmlega ekkert jafnvægi í gangi þvi hann var að hitta fullt af öðrum konum – en hafði látið mig halda að ég væri sú eina. Sem sagt – klúður. Þegar ég var svo byrjuð að hitta manninn minn kom hann að mér úr öllum áttum – sms, tölvupóstar með liggur við ástarjátningum, endalaus læk á facebook… Ég skildi ekki timasetninguma því það var ekkert orðið opinbert með nýja sambandið. Hann hlýtur bara að hafa fundið þetta á sér!“
(Kona, 38 ára)

„Ég var ekki einu sinni byrjuð með honum – en kannski komin andlega á nýjan stað. Mig langaði bara í einn mann og ætlaði mér í samband með honum. Þá var eins og einhver hefði sent út tilkynningu um að nú væri aldeilis síðasti séns að komast upp í rúm til mín. Ég held ég hafi aldrei haft annan eins séns. Skilaboð streymdu og menn reyndu við mig jafnt um hábjartan dag sem á dimmum börum að næturlagi. Planið mitt gekk ekki upp – en vá hvað vindáttin breyttist!“
(Kona, 43 ára)

„Úff ég var búin að ganga á eftir manni í meira en ár. Hann vildi stundum, svo ekki. Algjört haltu mér, slepptu mér samband sem gaf mér miklu meiri sársauka en ánægju. Svo er ég loksins búin að loka á hann og byrjuð að hitta yndislegan mann – þá allt í einu breyttist allt. Sá erfiði var skyndilega að deyja úr ást og vildi bara mig. Ég lét meira að segja til leiðast í nokkrar vikur – en í raun og veru hafði ekkert breyst. Hann var bara í einverju panikki því ég var að ganga honum endanlega úr greipum.“
(Kona, 50 ára)

„Ég hef oft lent í þessu og fundist mjög dularfullt. Kannski menn sem ég hef verið spennt fyrir en ekki fengið svo mikið sem augngotu frá. Svo þegar ég sést allt í einu með öðrum fá þeir svaka áhuga. Þá gildir einu hvort sá sem ég er með er deit, eða kannski bara frændi eða gay vinur. Þeir vilja bara það sem er erfitt að fá.“
(Kona, 27 ára)

„Gaur, þú ert of seinn!“

Mjög svo óvísindaleg athugun mín á því hvort gagnkynhneigðir karlmenn kannist líka við fyrirbærið hafa leitt í ljós að svo er almennt ekki. Ef lesendur hafa sögur að segja sem tengjast þessu bið ég þá endilega um að senda mér tölvupóst á ragga@bleikt.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Skólabörn gerðu ótrúlega uppgötvun þegar þau skoðuðu gervihnattarmyndir

Skólabörn gerðu ótrúlega uppgötvun þegar þau skoðuðu gervihnattarmyndir
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.