Stella Björt Bergmann er verslunarstjóri Spúútnik Kringlunni ásamt því að hún tekur að sér ýmis stílistaverkefni. Í haust kláraði hún sitt fyrsta ár í viðskiptafræði í fjarnámi við Háskólan á Akureyri. Hún ætlar að taka sér pásu þar til næsta haust og ætlar að skipta yfir í fjölmiðlafræði, en áhugasvið hennar liggur meira í þá áttina.
Helstu áhugamál Stellu eru tíska og ferðalög. Henni finnst fátt skemmtilegra en að fara á markaði og í litlar vintage búðir erlendis og finna gull á slikk. Hún gerir það einnig á Íslandi og segir að Kolaportið og nytjamarkaðir séu þeir staðir sem líklegt er að finna hana á. Hún er búsett í 101 Reykjavík með kærastanum sínum.
Stella hefur unnið sem stílisti „on og off“ síðan 2009. Aðspurð hvernig hún kom sér inn í þann bransa segist hún eiginlega hafa bara troðið sér inn í hann.
„Ég þekkti engan í bransanum og vissi eiginlega ekkert hvernig ég ætti að byrja þannig ég ákvað að taka skarið og senda skilaboð á ljósmyndarann Katrínu Braga þar sem ég var mjög hrifin af hennar myndum,“
segir Stella. Hún spurði Katrínu hvort hún væri til í samstarf og þannig hófst starf Stellu sem stílisti. Þegar kemur að því að velja stærstu verkefnin sem hún hefur unnið að er það frekar erfitt en hún nefnir eitt verkefni sem stendur upp úr. Það er þegar Stella vann með Sögu Sig við gerð á No Lie myndbandinu með Glowie en hún hefur verið mikill aðdáandi Sögu í mörg ár.
„Það voru líka ótrúlega margir aukaleikarar í myndbandinu svo að það var mjög krefjandi verkefni. Svo var það tekið upp á afmælisdaginn minn sem gerði það enn eftirminnilegra.“
Stella vann einnig sem stílisti við myndbandið I‘ll Walk With You með Hildi. „Mér fannst ótrúlega gaman að vera partur af myndbandinu með Hildi þar sem hún var að stíga sín fyrstu skref sem sóló listamaður.“ Það er einnig gaman að segja frá því að myndbandið er tilnefnt sem tónlistarmyndband ársins á Hlustendaverðlaununum.
Fjölbreytnin í starfinu heillar Stellu ásamt því að fá að hitta mikið af hæfileikaríku fólki. Innblásturinn fyrir starfið og sinn eigin stíl sækir hún víðsvegar. Hún skoðar Instagram mjög mikið en fólk út á götu veitir henni einnig mikinn innblástur, bæði hér á landi og erlendis.
„Þá sérstaklega í borgum eins og London og Berlín. Svo eru samstarfsfélagar og viðskiptavinir Spúútnik endalaus innblástur daglega.“
Þegar kemur að helstu tískufyrirmyndum Stellu nefnir hún nokkrar. „Sita Abellan, Rihanna, Bella McFadden (@internetgirl), Veneda Budny og fleiri.“ Hún á sér einnig uppáhalds tískutímabil sem er 70‘s tímabilið. „Það er eitt af mjög fáum tímabilum sem verða aldrei hallærisleg. Allt var svo fallegt á þeim tíma.“
Við hjá Bleikt vorum svo heppnar að fá Stellu til að svara líka Bleikt spurningunum okkar hér fyrir neðan.
Feimin, ævintýragjörn, óþolinmóð, sumir myndu segja frek en ég kýs ákveðin, traust.
Að vakna á morgnanna er ekki mín sterkasta hlið. Er nokkuð viss um að kærastinn minn sé sammála því.
Neeeei.
Fjölbreytilegur, síbreytilegur, skrautlegur, random, finn ekki fleiri sorry!
BJÖRK
Er mikill aðdáandi Arnalds Indriða, á erfitt með að velja eina en Röddin er í miklu uppáhaldi.
Mamma.
Ferðast eins mikið og ég mögulega get.
Er ekki á Twitter þannig Facebook.
Ætli það sé ekki síminn minn.
Hákarlar hræða mig alveg einstaklega mikið.
Bassically með Tei Shi
Dr. Phil
Instagram @stellabjort
Ég er að fara til Kaupmannahafnar með öllum vinahópnum mínum núna í febrúar svo ætlum við kærastinn minn í mánaðarferð til Asíu í sumar/haust. Ætlum meðal annars til Tókýó sem ég er sjúklega spennt fyrir. Svo er ég að fara opna heimasíðu á næstu vikum eða mánuðum þar sem hægt verður að nálgast öll verkefnin mín.