Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni í ár. Rúmlega 200 lög bárust í keppnina sem verður með svipuðu sniði og í fyrra. Undanúrslitin fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars. Úrslitakvöldið verður haldið í Laugardalshöll þann 11. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV.
Lag: Ástfangin / Obvious Love
Höfundur lags: Linda Hartmanns
Höfundur íslensks texta: Linda Hartmanns og Erla Bolladóttir
Höfundur ensks texta: Linda Hartmanns
Flytjandi: Linda Hartmanns
Lag: Bammbaramm
Höfundur lags: Hildur Kristín Stefánsdóttir
Höfundur íslensks texta: Hildur Kristín Stefánsdóttir
Höfundur ensks texta: Hildur Kristín Stefánsdóttir
Flytjandi: Hildur
Lag: Ég veit það / Paper
Höfundar lags: Einar Egilsson, Svala Björgvinsdóttir, Lester Mendez og Lily Elise
Höfundur íslensks texta: Stefán Hilmarsson
Höfundar ensks texta: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise
Flytjandi: Svala Björgvinsdóttir
Lag: Heim til þín / Get Back Home
Höfundur lags: Júlí Heiðar Halldórsson
Höfundar íslensks texta: Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson
Höfundar ensks texta: Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson
Flytjendur: Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Birna Borgarsdóttir
Lag: Hvað með það? / Is This Love?
Höfundur lags: Daði Freyr Pétursson
Höfundur íslensks texta: Daði Freyr Pétursson
Höfundur ensks texta: Daði Freyr Pétursson
Flytjandi: Daði Freyr Pétursson
Lag: Mér við hlið / Make your way back home
Höfundur lags: Rúnar Eff
Höfundur íslensks texta: Rúnar Eff
Höfundur ensks texta: Rúnar Eff
Flytjandi: Rúnar Eff
Lag: Nótt / Tonight
Höfundur lags: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Höfundur íslensks texta: Ágúst Ibsen
Höfundur ensks texta: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Flytjandi: Aron Hannes
Lag: Skuggamynd / I’ll be gone
Höfundur lags: Erna Mist Pétursdóttir
Höfundur íslensks texta: Guðbjörg Magnúsdóttir
Höfundur ensks texta: Erna Mist Pétursdóttir
Flytjandi: Erna Mist Pétursdóttir
Lag: Til mín / Again
Höfundur lags: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
Höfundur íslensks texta: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
Höfundur ensks texta: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir
Lag: Treystu á mig / Trust in me
Höfundur lags: Iðunn Ásgeirsdóttir
Höfundur íslensks texta: Ragnheiður Bjarnadóttir
Höfundur ensks texta: Iðunn Ásgeirsdóttir
Flytjandi: Sólveig Ásgeirsdóttir
Lag: Þú hefur dáleitt mig / Hypnotised
Höfundar lags: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink
Höfundar íslensks texta: Þórunn Erna Clausen og William Taylor
Höfundar ensks texta: Þórunn Erna Clausen og William Taylor
Flytjandi: Aron Brink
Lag: Þú og ég / You and I
Höfundur lags: Mark Brink
Höfundur íslensks texta: Mark Brink
Höfundar ensks texta: Mark Brink og Þórunn Erna Clausen
Flytjendur: Páll Rósinkranz og Kristina Bærendsen
Sigurlag Söngvakeppninnar verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Kiev í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí. Lögin verða flutt á íslensku í undanúrslitum, sex lög keppa hvort kvöld. Þau þrjú lög sem hljóta flest atkvæði í símakosningu hvort undankvöld tryggja sér sæti í úrslitum. Því keppa sex lög til úrslita í Söngvakeppninni í Laugardalshöll 11. mars. RÚV hefur þó heimild til að senda eitt lag til viðbótar áfram ef svo ber undir. Kynnir keppninnar í ár er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, en hún er einnig í framkvæmdastjórn keppninnar eins og síðastliðin ár.
Hægt er að hlusta á íslenskar og enskar útgáfur laganna á songvakeppnin.is