fbpx
Laugardagur 01.mars 2025

Hversu hættulegt er að borða hráan kjúkling?

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 20. janúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgan Jane Gibbs olli nokkru fjaðrafoki á dögunum þegar hún blekkti heimsbyggðina með ljósmynd af hráum kjúklingastrimlum sem hún sagðist ætla að gæða sér á. „Þeir eru svo góðir að ég trúi því ekki að ég hafi aldrei prófað þetta áður,“ skrifaði Morgan við hávær mótmæli. Pressan sagði frá málinu.

Það var ekki fyrr en færsla hennar var komin í heimspressunnar að það lá ljóst fyrir að Morgan var að gera grín. Hún hafði aldrei ætlað sér að borða hráan kjúkling heldur vildi hún einfaldlega hneyksla fólk sér til skemmtunar.

Skjáskot/Facebook

Flestir eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa hreinlæti í forgang við eldamennsku og tryggja ávallt að kjúklingur sé vel eldaður. En hvers vegna er svona hættulegt að borða hráan kjúkling?

Blaðamenn Vice leituðu ráða hjá matarsérfræðingnum Rick Holley sem sagði léttur í bragði að eflaust væri öruggara að reyna að ganga þvert yfir hraðbraut á háanna tíma. „Áhættan er umtalsvert meiri en þegar kemur að nautakjöti eða hráaum laxi, svo dæmi séu tekin,“ segir Rick sem þykir áhættan á bakteríusmiti nógu mikil í þeim tegundum.

„Að lágmarki 25 prósent af öllum kjúklingum eru mengaðir af salmonellu, og til eru 2.600 tegundir salmonellu,“ segir hann. Á sama tíma er mikil hætta á öðrum bakteríusjúkdómum svo sem kampýlóbakter, listeríu og í sumum tilfellum E. Coli.

Á vef Landlæknisembættis kemur fram að einkenni salmonellu séu meðal annars niðurgangur, ógleði, uppköst, kviðverkir og hiti. Þetta gengur oftast yfir á fáeinum dögum. Listería veldur yfirleitt ekki sjúkdómum hjá fullfrísku fólki. Í sjaldgæfum tilfellum getur hún valdið heilahimnubólgu. Hjá barnshafandi konum getur hún valdið fósturláti eða leitt til fyrirburafæðingu. Eitt helsta einkenni E. Coli er niðurgangur sem oft er blóðugur. Slæmir kviðaverkir og uppköst koma einnig til greina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að United muni pirra sig á Rashford á næstu vikum

Segir að United muni pirra sig á Rashford á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hafrún þakkar Áslaugu Örnu lífsbjörgina – „Hún var sannarlega á réttum stað og á réttum tíma“

Hafrún þakkar Áslaugu Örnu lífsbjörgina – „Hún var sannarlega á réttum stað og á réttum tíma“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.