fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Karamellukjúklingur

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 2. janúar 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einfaldur, góður og æðislegur í matarboðin. Ég kýs að hafa matinn afslappaðan og einfaldan en þó hátíðlegan á skemmtilegan hátt. Karamellukjúklingurinn fellur undir þann flokk og svo gaman að hóa góða vini saman og gæða sér á þessum dásamlega rétti.

Karamellukjúklingur


4 kjúklingabringur
1 msk olía
8 hvítlauksrif, afhýdd*
120 ml vatn
70 g ljós púðursykur
60 ml hrísgrjónaedik
1 1/2 cm engiferbiti, skorinn í tvennt
240 ml kjúklingakraftur (eða 240 ml vatn og 1 teningur kjúklingakraftur)
60 ml soyasósa
2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar

Steikið kjúklingabringurnar upp úr olíu á pönnu við meðalhita þar til þær eru eldaðar í gegn. Takið af pönnunni og geymið. Á sömu pönnu, steikið hvítlauksrifin þar til þau hafa brúnast lítillega. Takið af pönnunni og geymið.
Hellið því næst 120 ml af vatni á pönnuna og skrapið botninn á pönnunni og náið því sem kom fram við steikingu kjúklingsins. Bætið púðursykri saman við og hrærið þar til hann er uppleystur. Látið malla í um 4 mínútur. Bætið þá hrísgrjónaedikinu varlega saman við.
Látið engiferbitana, kjúklingakraft og soyasósu út á pönnuna og látið malla í 10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Takið hvítlauks og engiferbitana úr sósunni.
Lækkið hitann á pönnunni og látið kjúklingabringurnar út í karmellusósuna og hitið þær. Berið karmellukjúklinginn fram með hrísgrjónum og vorlauk.
*Hvítlaukurinn og engiferið er einungis til bragðbætingar og tekið úr þegar að sósan er tilbúin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.