Stjörnur nýjustu Dolce & Gabbana auglýsingaherferðinnar fylgja í fótspor foreldra sinna, en þau eru börn frægra einstaklinga. Meðal þeirra sem eru í auglýsingarherferðinni eru Brandon Thomas, 20 ára, sonur Pamelu Anderson og Tommy Lee, Gabriel-Kane Day-Lewis, 21 árs, sonur Daniel Day-Lewis, Rafferty Law, 20 ára, sonur Jude Law, og Presley Gerber, 17 ára, sonur Cindy Crawford. Auglýsingaherferðin heitir #DGMillenials og er fyrir vor- og sumarlínu D&G.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Presley sýnir fyrirsætuhæfileika sína. Hann gekk niður tískupallinn í júní í fyrra á tískusýningu Jeremy Scott Moschino Resort. Gabriel-Kane er heldur ekki glænýr í bransanum en hann var í auglýsingaherferð Calvin Klein árið 2015. Önnur þekkt andlit eru í herferðinni, þar á meðal Zendaya, Thylane Blondeau og Sonia Ben Ammar.