fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024

Lögreguviðtali Kim lekið í fjölmiðla: „Það var þessi með skíðagleraugun sem beið hjá mér“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 16. janúar 2017 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég heyrði læti við dyrnar, eins og fótatak, svo ég kallaði „Hver er þar?„, segir Kim um það fyrsta sem hún man varðandi ránið í París. Þetta kemur fram í lögregluviðtali hennar sem var lekið í fjölmiðla og birt hjá franska dagblaðinu Le Journal du Dimanche.

„Enginn svaraði svo ég hringdi í lífvörðinn minn, klukkan 2:56 um nóttina. Í gegnum hurðargatið sá ég tvær manneskjur koma, ásamt næturverðinum sem var bundinn,“

segir Kim.  Skýrslan var tekin af Kim um klukkan 04:30 um nóttina. Kim segist hafa verið ein þegar mennirnir ruddust inn í íbúðina, en eins og áður hefur komið fram notuðu þeir lykla næturvarðar hótelsins.  Kourtney systir hennar og Stephanie Sheppard aðstoðarkona Kim voru á skemmtistað í borginni á þessum tímapunkti, ásamt Pascal Duvier lífverði Kim.

Kim á LAX flugvellinum í síðustu viku eftir vinnuferðalag til Dubai – Mynd/Getty

Kim var á efri hæð hótelíbúðarinnar að vinna í tölvunni sinni. Mennirnir tveir voru vopnaðir og annar þeirra var með skíðagleraugu.

„Það var þessi með skíðagleraugun sem beið hjá mér. Hann krafðist þess að fá hringinn minn með sterkum frönskum hreim. Hringurinn var á náttborðinu. Hann er 4 milljón dollara virði [um það bil 450 milljónir íslenskra króna] … ég sagði honum að ég vissi ekki um hann, hann tók þá upp byssu og ég sýndi honum hringinn,“ sagði Kim í yfirheyrslu sinni hjá lögreglunni í París.

„Þeir gripu mig og tóku mig fram á ganginn, ég var í náttslopp en nakin undir honum. Svo fórum við inn í herbergið aftur og þeir ýttu mér á rúmið. Það var á þessum tímapunkti sem þeir bundu mig með plastsnúrum og límdu utan um hendurnar mínar, yfir munninn á mér og fæturna.“

Þeir rændu skartgripum að andvirði meira en hálfum milljarði og flúðu svo af vettvangi. Eins og við sögðum frá í síðustu viku handtók lögreglan í Frakklandi 17 einstaklinga í tengslum við ránið, þar á meðal bílstjóra Kim. Ekki hafa fengið upplýsingar um það hvað kom fram í þeim yfirheyrslum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tjáir sig eftir umdeilda ákvörðun á EM: Var dómurinn rangur? – ,,Hann hefði allavega átt að kíkja“

Tjáir sig eftir umdeilda ákvörðun á EM: Var dómurinn rangur? – ,,Hann hefði allavega átt að kíkja“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Framsókn má búast við grimmilegri refsingu kjósenda vegna einokunar í kjötframleiðslu

Orðið á götunni: Framsókn má búast við grimmilegri refsingu kjósenda vegna einokunar í kjötframleiðslu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þrír erlendir ferðamenn grunaðir um meiriháttar líkamsárás

Þrír erlendir ferðamenn grunaðir um meiriháttar líkamsárás
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Willum er kominn til Englands

Willum er kominn til Englands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Rashford missir prófið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ekki víst að Arsenal fái sinn mann á næstunni – Beðinn um að snúa aftur til æfinga

Ekki víst að Arsenal fái sinn mann á næstunni – Beðinn um að snúa aftur til æfinga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi vísar ásökunum um rasisma á bug og sakar Odd um atvinnuróg og dylgjur – „Þetta er lygi“

Helgi vísar ásökunum um rasisma á bug og sakar Odd um atvinnuróg og dylgjur – „Þetta er lygi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sannfærðir um að það sé engin þörf á aðgerð eftir meiðslin á EM

Sannfærðir um að það sé engin þörf á aðgerð eftir meiðslin á EM
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.