fbpx
Laugardagur 28.desember 2024

Uppskrift: Yankie ostakaka

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 15. janúar 2017 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni mögulega besta ostakaka sem ég hef smakkað og voru vinir og vandamenn sem smökkuðu algjörlega sammála! Hugmyndina fékk ég hjá Best Recipes og útfærði yfir í þessa dásamlegu köku.

Yankie ostakaka – Uppskrift

Botn

  • 290 gr mulið Oreo (26 kökur)
  • 110 gr smjör
  • 2 tsk vanillusykur

Karamellusósa

  • 2 msk púðursykur
  • 40 gr smjör
  • 4 msk rjómi

Súkkulaði ganaché

  • 60 gr suðusúkkulaði (saxað)
  • 3 msk rjómi

Ostakakan sjálf

  • 500 gr rjómaostur (við stofuhita)
  • 90 gr sykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 4 gelatínblöð
  • 60 ml sjóðandi vatn (til að leysa upp gelatínið)
  • 400 ml þeyttur rjómi
  • 3 Yankie (skorin smátt) + 2 til skrauts (skorin stærra)

Aðferð

  1. Byrjið á botninum. Blandið saman muldu Oreo, vanillusykri og bræddu smjöri. Klæðið botn (og hliðar ef vill) á 20-22 cm springformi og þjappið blöndunni á botninn og upp um ½ hliðanna. Setjið í kæli á meðan sósur og kakan sjálf er útbúin.
  2. Gerið næst karamellusósuna með því að setja allt saman í pott. Suðan látin koma upp og þá lækkað í miðlungshita og hrært vel í um 7-9 mínútur. Hellið karamellunni í skál og látið standa á borðinu þar til þykknar.
  3. Súkkulaði ganaché má útbúa næst og er hituðum rjómanum hellt yfir saxað súkkulaðið og látið standa í um 3 mínútur. Því næst er þessu hrært saman og látið standa líkt og karamellan þar til þykknar.
  4. Á meðan er kakan sjálf útbúin.
  • Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillusykur þar til létt og ljóst.
  • Leggið gelatínblöð í kalt vatn í um 10 mínútur, setjið í sigti (til að losna við óþarfa vatn) og því næst í vel heitt vatnið (60 ml) til að leysa upp. Hrærið vel saman og tryggið að blandan sé uppleyst og leyfið því næst að ná stofuhita.
  • Skerið 3 Yankie smátt niður, losið bitana í sundur og leggið til hliðar.
  • Hellið gelatínblöndunni saman við rjómaostblönduna og hrærið aftur vel.
  • Því næst er þeytta rjómanum vafið saman við rjómaostablönduna og niðurskornu Yankie blandað saman við.

Samsetning

  1. Sækið kældan Oreo botninn í kælinn.
  2. Hellið ½ af ostakökublöndunni í formið og dreifið að sama skapi ½ af karamellusósunni og ½ af súkkulaðisósunni yfir. Takið grillpinna/tannstöngul og dragið sósurnar fram og tilbaka yfir kökuna til að gera marmaraáferð.
  3. Endurtakið skref 2.
  4. Plastið vel og setjið í kæli helst yfir nótt, amk í 3-4 klst og skreytið með niðurskornu Yankie áður en kakan er borin fram.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Snúin staða á norðurslóðum – Getur Ísland orðið að fylki í Bandaríkjunum?

Snúin staða á norðurslóðum – Getur Ísland orðið að fylki í Bandaríkjunum?
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Af hverju borðar fólk vínber um áramótin?

Af hverju borðar fólk vínber um áramótin?
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haukur ráðinn framkvæmdarstjóri Víkings

Haukur ráðinn framkvæmdarstjóri Víkings

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.