Förðunarskólinn MUD er orðinn rúmlega eins árs gamall á Íslandi og hefur skólinn nú útskrifað yfir 20 alþjóðlega makup artista. MUD er 20 ára gömul keðja sem er staðsettur í sex löndum.
MUD Studio hefur upp á að bjóða Level I – Beauty Essential þar sem grunnurinn í förðun er tekinn vel fyrir. Í framhaldinu er tekið fyrir Level II – Airbrush, Bridal, Studio og High Fashion. Vörupakki MUD er mjög stór og flottur og einnig mæta í skólann erlendir kennarar.
Nemendur hafa fengið tækifæri til að vinna í verkefnum og stuttmyndum á meðan námi stendur. Einnig hafa margir nemendur fengið flott störf eftir útskrift, t.d. við stuttmyndir, á sjónvarpstöð og í förðunarbúðum.
Á morgun, laugardaginn 14. janúar, mun MUD setja upp kynningarbás fyrir framan NEXT á fyrstu hæð í Kringlunni. Þar verður skólinn kynntur, farðanir gerðar á staðnum og gjafabréf gefin.
Ekki hika við að kíkja við!