fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Hvað veldur kvefi og hvað virkar gegn því?

doktor.is
Föstudaginn 13. janúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

C  vítamin

Margir trúa því að með því að taka inn háskammta af c vítamíni geti þeir komið í veg fyrir kvef en svo virðist þó ekki vera raunin. Í samantekt sem gerð var árið 2007 á 30 rannsóknum með um 11,000 þáttakendum var niðurstaðan sú að regluleg neysla á c vítamíni hafði engin áhrif á tíðni kvefs  en daglegur skammtur af c vítamin virðist hafa einhver áhrif á það hve lengi viðkomandi var með kvef og hve mikil einkenni voru ( þ.e. neysla á c vítamini virðist stytta tímann og draga úr einkennum í einhverjum mæli) en áhrifin reyndust afar lítil.

Sólhattur

Það er trú margra að Sólhattur hafi áhrif á ónæmiskerfið en rannsóknir hafa ekki getað sýnt fram á það. Rót, fræ og aðrir hlutar plöntunar eru notaðir til að búa til jurtalyf sem margir trúa að verji þá gegn kvefsmiti.

Rannsóknir hafa verið gerðar til að reyna að sýna fram á virkni Sólhatts en niðurstöðurnar hafa ekki reynst afgerandi. Samantekt á  rannsóknum sem gerð var  varðandi Sólhatt sýndi til dæmis að ef bornir voru saman hópar fólks sem tók Sólhatt og þeir sem ekki gerðu það þá kom í ljós að þeir sem tóku hann inn voru um 30%  síður líklegir til að fá kvef.  Hins vegar voru niðurstöður þessara rannsókna mjög misvísandi og mismunandi útgáfur af Sólhatti voru notaðar og ekki vitað hvernig þær virka í samanburði við það sem fæst út í búð. Þessi samantekt sýndi einnig fram á að inntaka á Sólhatti hafði engin áhrif á timalengd kvefsins. Þannig virðist Sólhattur koma að takmörkuðu gagni en ef fólk hefur trú á því þá skaðar það ekki að taka hann inn.

Zink

Vísbendingar hafa komið fram að með því að taka in zink um leið og kvefeinkenni gera vart við sig sé hægt að draga úr tímalengd kvefsins. Hins vegar eru einnig til rannsóknir sem sýna fram á að svo sé ekki og enginn munur var á tímalengd kvefs þegar bornir voru saman hópar fólks sem tóku eða tóku ekki inn zink.

Því hefur einnig verið haldið fram að zink myndi vörn á slímhúðum í nefi og því geti nefspray með zinki komið í veg fyrir að kvefvírusinn nái fótfestu en rannsóknir hafa ekki getað sýnt fram á þetta.

Að verða kalt eða blautur

Það eina sem getur valdið kvefi eða flensu er kvef eða flensuveira. Það að verða kalt og /eða blautur orsakar ekki veikindi. Hins vegar ef viðkomandi er með vírusinn í nefslímhúðinni getur það að verða kalt ýtt undir líkurnar á því  að ónæmiskerfið ráði ekki að niðurlögum vírusins og hann fær kvef. Rannsókn var gerð þar sem hópur fólks var látin vera með bera fætur í köldu vatni í 20 mínútur og voru þeir tvisvar sinnum líklegri til að fá kvef heldur en samanburðarhópur sem kældi ekki fæturna. Líklegasta orsökin var talin sú að fólk getur borið með sér kvefvírus í nefslímhúð án þess að veikjast eða fá einkenni um kvef.  Þegar okkur verður kalt dragst æðarnar í okkur saman og það hefur áhrif á varnir líkamans og vírusinn á auðveldara með að fjölga sér og valda þannig einkennum.

Hvað virkar þá?

Bólusetning gegn inflúensu gefur vörn fyrir inflúensusmiti. Að öðru leyti er besta vörnin fólgin í heilbrigðum lífstíl. Með því að borða hollan mat, hreyfa sig reglulega  og halda sér heitum yfir köldustu vetrarmánuðina eflum við ónæmiskerfið og það verður betur í stakk búið að berjast gegn smiti.  Kvefveirur eru fjölmargar, finnast víða og smitast auðveldlega svo við munum fá kvef af og til og engin áhrifarík lækning er til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Margir bregðast við tilkynningu Alfreðs í dag – „Þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum“

Margir bregðast við tilkynningu Alfreðs í dag – „Þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.