fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Íslenskar húðvörur úr salti – Sjálfbærar og handgerðar

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angan er íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki, sem er til húsa á Nýbýlaveginum í Kópavogi. Aðstaðan, þar sem allt gerist, er í bakherbergi hjá sölturunum í Saltverki, enda er aðalhráefnið salt sem verður umfram í framleiðslu Saltverks. Eigendur og hugmyndasmiðir Angan eru Theodóra Mjöll Skúladóttir og Íris Ósk Laxdal.

Theodóra og Íris. Mynd: Sigtryggur Ari fyrir Bleikt

„Markmið okkar er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan ilm. Við trúum að náttúran hafi allt það besta upp á að bjóða til að búa til bestu húðvörur sem völ er á. Nafnið Angan er skírskotun í „ilminn af íslenskri náttúru“ þar sem við leggjum mikið upp úr að vörurnar ilmi vel, hafi virkni og gefi góða upplifun,“

segja þær í samtali við Bleikt.

Heim í hreinu náttúruna

Íris hefur búið í Kaupmannahöfn síðasta áratuginn þar sem hún stundaði nám við Arkitektaskólann í Kaupmannahöfn og vann síðan sem arkitekt. „Á tíma mínum þar var mikil vakning á náttúrulegum og lífrænum lífstíl,“ segir hún. „Það fékk mig til þess að líta gagnrýnum augum á það hvað ég neyti og nota á líkama minn. Ég hef alla tíð verið mikill náttúruunnandi og trúi því að náttúran sé besta meðalið fyrir bættri heilsu og vellíðan. Arkitektúrinn hefur síðan gefið mér innsýn í hvernig maður hugsar í víðtækara samhengi. Að nýta auðlindir, skapa upplifanir og hafa sjálfbæra hugsun í forgrunni. Eftir langa búsetu erlendis hefur það opnað augun mín fyrir því hvað við íslendingar erum heppin að búa á landi sem hefur svo mikið af auðlindum. Ísland hefur hreina náttúru, hreint vatn, jarðhita og ótrúlega mikla náttúrulega orku. Þarna sáum við tækifæri í að vinna með þessar sjálfbæru vannýttu auðlindir og skapa þar með húðvörur sem nota hreinar jurtir, steinefni og sjávargróður úr Íslenskri náttúru.“

Þekkir vel kemísk efni

Bakgrunnur Theodóru er mjög fjölbreyttur. Hún er hárgreiðslukona, bókahöfundur, var þáttastjórnandi Lífsstíls, bloggari á Trendnet í nokkur ár og síðast en ekki síst- vöruhönnuður. „Vegna þessa hef ég öðlast góða innsýn í mismundandi ferla, atvinnugeira og fög sem hefur nýst mér vel í uppbyggingu Angan. Sem hárgreiðslukona hef ég unnið með kemísk hárefni og gerviefni síðust 13 ár sem hefur gert það að verkum að ég myndaði með mér slæmt ofnæmi. Síðan þá hef ég spurt mig að því hvað við erum að setja á okkar stærsta líffæri dag eftir dag- húðina. Í framhaldinu fór ég að rannsaka innihaldsefni alls þess sem ég nota á húðina daglega og fékk hálfgert sjokk þegar ég komst að því að mest allt sem ég notaði var stútfullt af gerviefnum. Aðdragandinn að Angan fyrir mína parta er einhverskonar samtvinningur alls þess sem ég hef lært í gegn um tíðina og þann ómælda áhuga á hár- og húðvöruiðnaðinum, íslenskum auðlindum og fullnýtingu þeirra. Með Angan erum við Íris að skapa jákvæða upplifun á hreinum og náttúrulegum innihaldsefnum og sýna fólki hvaða undur leynast í nærumhverfi okkar.“

Kynntust í skóla

Íris og Theodóra eru búnar að þekkjast í 13 ár en þær kynntumst í Iðnskólanum í Reykjavík, Theodóra í hárgreiðslu- og Íris í klæðskeranámi. „Alla tíð eftir það höfum við haft brennandi áhuga á hönnun og listsköpun þrátt fyrir að hafa búið í sitthvoru landinu. Við höfum gert ýmis verkefni í gegnum árin en örlögin gripu inn í byrjun ársins 2016 þegar við vorum að spjalla saman og deildum með hvorri annarri hugmynd sem við vorum að vinna að sitt í hvoru lagi. Hugmyndin var næstum sú sama, svo við tókum ákvörðun um að nú væri tími til kominn að samnýta kraftana, nám og reynslu okkar beggja.“

Byrjað á saltinu

Fyrstu tvær vörurnar frá ANGAN eru þara-baðsalt og saltskrúbbur með íslenskum fjallagrösum.

„Þær hrávörur sem við notumst við eru vandlega valdar út frá mikilli rannsóknarvinnu okkar beggja. Fyrstu tvær vörurnar eru byggðar á salti sem fellur út í sjálfbærri saltframleiðslu á Vestfjörðum. Saltið er gífurlega mjúkt og steinefnaríkt sem hentar einstaklega vel í húðvörur. Saltið er streitulosandi, djúphreinsandi, eykur blóðflæði og örvar endurnýjun húðarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Í þara baðsaltinu notum við handtýnt bóluþang sem er þurrkað með jarðvarma og er stútfullt af andoxunarefnum, steinefnum og slímefnum sem mýkja húðina. Einnig dregur það úr bólgum, örvar framleiðslu kollagens og er slakandi. Ilmkjarnaolíurnar völdum við bæði út frá andlegri virkni og örvun þeirra á skynfærin. Í saltskrúbbnum notum við fjallagrös sem einnig eru handtínd víðs vegar um landið.“

Fjallagrös eiga sér langa og sterka sögu á Íslandi frá landnámi og hafa þau verið notuð meðal annars til lækninga. „Fjallagrösin hafa bakteríudrepandi eiginleika, eru mýkjandi og græðandi. Í skrúbbnum er einnig að finna hágæða lífrænar olíur sem gefa húðinni einstaka mýkt og raka. Fínmalað saltið hreinsar í burtu dauðar húðfrumur og opnar húðina svo hún sýgur í sig raka og skilur húðina eftir silkimjúka. Ilmurinn af skrúbbnum er ferskur með lífrænum ilmkjarnaolíum. Við handgerum allar okkar vörur af mikilli nákvæmni og alúð sjálfar til að tryggja gæði og einnig til að vita hvað fer í hverja og eina krukku.“

Ánægðar með viðtökurnar

Íris og Theodóra segja að viðtökurnar við vörum Angan hafi verið framan öllum okkar vonum. „Við höfum verið í óða önn að sinna eftirspurn eftir vörunum sem við getum ekki annað sagt en sé lúxusvandamál. Við finnum fyrir miklum áhuga fyrir hreinum húðvörum og að þær séu íslenskar gerir það enn betra. Okkur finnst afar mikilvægt að styðja við innlenda sjálfbæra framleiðslu.“

Þær segja ferlið hafa verið lærdómsríkt. „Við höfum báðar lært og aukið skilning okkar á þeirri ótrúlegu virkni sem býr í náttúru okkar, íslenskum jurtum og sjávargróðri. Við höfum lært að með samvinnu náum við áhugaverðari og betri útkomu en að vera einn síns liðs. Við köstum ólíkum hugmyndum á borðið, tölum krítískt um þær sem leiðir okkur í að uppgötva eitthvað nýtt og óvænt.“

Angan mun halda áfram að þróa vörur út frá sömu hugmyndafræði. „Við trúum því að við séum að gera eitthvað jákvætt fyrir innlendan markað, skapa verðmæti og vonumst til að geta bætt við vörum í flóru Angan seinna meir. Við erum stútfullar af alls kyns skemmtilegum hugmyndum með vörumerkið, sem okkur hlakkar til að framkvæma. Við erum virkilega stoltar af vörunum okkar og efumst ekki um að fólk muni elska þær jafn mikið og við gerum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.