fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Hjartasteinn: Fimm hjörtu af fimm mögulegum

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Hjartasteinn var frumsýnd hér á landi í gær en hún er eftir Guðmund Arnar Guðmundson. Hann sagði í ræðu sinni fyrir sýninguna að ferlið hafi tekið um 10 ár og nú loksins gæti hann séð draum sinn rætast, að myndin sé sýnd í stóra sal Háskólabíós. Áður hafði myndin þó verið sýnd á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heim og hlotið samtals 17 verðlaun.

Ég varð mjög hrifin og hélt myndin mér við efnið allan tímann. Myndin er mjög falleg og krakkarnir sem leika aðalhlutverkin, þau Blær Hinriksson, Baldur Einarsson, Diljá Valsdóttir og Katla Njálsdóttir skiluðu því vel af sér. Þau eru trúverðug í sínum hlutverkum sem hefur sjálfsagt ekki verið auðvelt að leika. Sagan snerti mig á svo margan hátt, fjallar um unglinga sem búa í litlu þorpi út á landi, hvernig líf þeirra fléttast saman og þau hafa samkennd hvert með öðru. Þessi mynd er sönn, spennandi, dramatísk og tekur á svo mörgu sem unglingar og fjölskyldur almennt þurfa að upplifa.

Ég hvet fólk til að skella sér í bíó, þetta er góð mynd til að fara á með unglinginn á heimilinu. Ég held að flestir geti fundið sig í einhverri af sögupersónunum. Ég mæli með henni og fær hún hjá mér 5 hjörtu af 5 mögulegum.

-Hekla Sól Kristjánsdóttir, 15 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Víkingur gerði rausnarlegt tilboð í Gylfa Þór sem var hafnað

Víkingur gerði rausnarlegt tilboð í Gylfa Þór sem var hafnað
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.