fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024

Skemmtilegar staðreyndir um La La Land

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

La La Land fjallar um djass píanóleikarann Sebastian sem verður ástfanginn af Miu, upprennandi leikkonu. Kvikmyndin er söngvamynd sem á að gerast í Los Angeles. Hún hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og sópaði til sín verðlaunum á Golden Globe hátíðinni og þykir líklega til að verða sigursæl á Óskarnum og BAFTA verðlaununum. Hér eru nokkrar áhugaverðar og skemmtilegar staðreyndir um þessa gríðarlega vinsælu kvikmynd.

#1 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mynd eftir Damien Chazelle slær í gegn

Damien Chazelle skrifaði og leikstýrði La La Land en þetta er ekki í fyrsta skipti sem mynd eftir hann slær í gegn. Hann skrifaði og leikstýrði myndinni Whiplash sem fékk mikið lof gagnrýnenda og vann til þrennra Óskarsverðlauna.

#2 Í mörg ár vildu engin kvikmyndaver framleiða myndina

Damien fékk hugmyndina að La La Land þegar hann var að stunda nám við Harvard. Hann skrifaði handritið árið 2010 en átti erfitt með að finna kvikmyndaver sem var tilbúið að framleiða myndina. Það var ekki fyrr en eftir að Whiplash sló í gegn árið 2014 að Summit Entertainment samþykkti að gera myndina.

#3 Upphaflega áttu Emma Stone og Ryan Gosling ekki að leika í myndinni

Emma Watson og Miles Teller áttu að skipa aðalhlutverkin en Emma Watson þurfti að hætta við vegna þess að hún var upptekin við tökur á Beauty and the Beast, en ástæðan fyrir fráhvarfi Miles er mun flóknari.

The Hollywood Reporter hélt því fram að hann hafi krafist 460 milljón króna fyrir leik sinn en Miles segir aðra sögu.

Ég fékk símtal frá umboðsmanninum mínum sem sagði: „Hey, ég var að fá símtal frá Lionsgate. Damien sagði þeim að honum finnst þú ekki lengur rétti maðurinn í hlutverkið. Hann ætlar að halda áfram án þín.“

Emma Watson afþakkaði hlutverk í La La Land til að leika í Beauty and the Beast eins og kom fram hér fyrir ofan, en Ryan Gosling var boðið hlutverk dýrsins í Beauty and the Beast en afþakkaði til að leika í La La Land.

#4 Þetta var þriðja samstarf Ryan Gosling og Emmu Stone

Þau léku saman í Crazy, Stupid, Love árið 2011 og Gangster Squad 2013. Fólk elskar þessi tvö saman!

#5 Damien Chazelle hélt vikuleg kvikmyndakvöld fyrir leikara og starfsfólk

Til að hjálpa leikurunum að komast í rétt hugarástand þá hélt hann kvikmyndakvöld alla föstudaga þar sem hann sýndi myndir eins og The Umbrellas of Cherbourg, Singin‘ in the Rain og Boogie Nights. Ryan Gosling viðurkenndi að hann horfði á Singin‘ in the Rain á hverjum degi til að komast í karakter.

#6 Ryan Gosling spilar sjálfur á píanó í myndinni

Ryan Gosling lærði að spila á píanó sérstaklega fyrir hlutverkið svo í myndinni þegar hann er að spila, þá er þetta raunverulega leikarinn sjálfur að spila.

#7 John Legend spann á staðnum mikið af línunum sínum

Þó svo að John Legend viðurkenndi að hann hefur ekki leikið síðan hann lék í Fiddler on the Roof í framhaldsskóla, þá er stóra einræða hans í myndinni í spunnin á staðnum.

#8 Hugsanlega á að flýta frumsýningu myndarinnar á Íslandi

La La Land verður ekki frumsýnd hér á landi fyrr en 27.janúar en hins vegar eru líkur á því að hún verði forsýnd fyrir þann dag. Framkvæmdarstjóri hjá Samfilm sagði við Vísi að eftirspurnin eftir að sjá myndina sé orðin gífurleg í ljósi velgengni hennar á verðlaunahátíðum.

#9 Myndin hefur þegar slegið met

La La Land stóð uppi sem ótvíræður sigurvegari á Golden Globes verðlaunahátíðinni. Kvikmyndin vann til sjö Golden Globes verðlauna og settu þar með met yfir flest Golden Globe verðlaun. La La Land var valin besta kvikmyndin í flokki söngva- eða gamanmynda. Þar að auki fékk hún verðlaun fyrir leikstjórn, handrit og tónlist. Emma Stone og Ryan Gosling fengu einnig verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni.

#10 La La Land er tilnefnd til ellefu Bafta verðlauna

La La Land fékk flestar tilnefningar til Bafta verðlauna og eru þær ellefu samtals. Það er einnig spáð því að myndin verði sigursæl á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag ræddi við nýja manninn: ,,Vonandi geturðu lært eitthvað af honum“

Ten Hag ræddi við nýja manninn: ,,Vonandi geturðu lært eitthvað af honum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslensku stelpurnar vekja heimsathygli: Sjáðu myndbandið umtalaða – Skemmtu sér konunglega í rigningunni

Íslensku stelpurnar vekja heimsathygli: Sjáðu myndbandið umtalaða – Skemmtu sér konunglega í rigningunni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír erlendir ferðamenn grunaðir um meiriháttar líkamsárás

Þrír erlendir ferðamenn grunaðir um meiriháttar líkamsárás
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjarnan svarar loksins fyrir sig eftir mikla og harða gagnrýni í nokkur ár: Sagður einn sá versti – ,,Mér var andskotans sama um peningana“

Stjarnan svarar loksins fyrir sig eftir mikla og harða gagnrýni í nokkur ár: Sagður einn sá versti – ,,Mér var andskotans sama um peningana“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Steinhissa á ákvörðun United sem sagðist ekki getað borgað meira

Steinhissa á ákvörðun United sem sagðist ekki getað borgað meira

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.