fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025

Hugsanlegt að bílstjóri Kim hafi tekið þátt í ráninu í París

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska lögreglan handtók í gær 17 einstaklinga í tengslum við árásina á hótelherbergi Kim Kardashian í París 3.október á síðasta ári. Meðal þess sem ræningjarnir tóku með sér á brott voru rándýrir skartgripir. Kim var bundin á meðan ráninu stóð og var byssu miðað á hana. Einstaklingarnir sem yfirheyrðir hafa verið vegna málsins eru á aldrinum 23 til 72 ára og flestir á sakaskrá en á meðal þeirra er bílstjóri Kim í París.

Frá Fashion Week í París í október – Pascal og Kim! Mynd: Getty

Ránið í parís var stærsta skartgriparán á einstaklingi í yfir tvo áratugi í Frakklandi. Málið er í rannsókn en margt bendir til þess að einhver nærri Kim hafi tekið þátt í ráninu á einhvern hátt. Bílstjóri Kim og fjölskyldu hennar í París var 27 ára karlmaður og starfaði hann fyrir fyrirtækið sem sér alltaf um samgöngur Kim og Kanye í Frakklandi.

Svo virðist sem þjófarnir hafi vitað nákvæmlega hvenær og hvar væri best að ráðast á Kim og ná öllum hennar verðmætum, símum og auðvitað rándýra trúlofunarhringnum hennar. Lögreglan sagði frá því í gær að bílstjórinn hefði alltaf vitað um staðsetningu Kim og frekari upplýsingar. Ránið átti sér stað þegar Pascal Duvier lífvörður hennar fylgdi systrum hennar út á lífið, það var væntanlega engin tilviljun.

Myndir af vettvangi – Getty.

Jean Veil lögfræðingur Kim í Frakklandi sagðist fagna þessum fréttum og vonar að málið verði leyst sem fyrst. Vonar hann einnig að hugsanlega finnist eitthvað af skartgripum raunveruleikastjörnunnar.

„Þetta endar þær fáránlegu vangaveltur þeirra sem héldu að það væri sniðugt að láta eins og þetta rán hafi verið sviðsett eða auglýsingabrella skipulögð af Ms. Kardashian.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sögusagnir um Vinicius verða æ háværari – Nú segir hið virta blað að rosalegt tilboð sé í pípunum

Sögusagnir um Vinicius verða æ háværari – Nú segir hið virta blað að rosalegt tilboð sé í pípunum
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Scott Disick viðurkennir hvaða lyf hann notaði til að léttast eftir að glöggir áhorfendur tóku eftir þessu

Scott Disick viðurkennir hvaða lyf hann notaði til að léttast eftir að glöggir áhorfendur tóku eftir þessu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Amorim fullyrti að blaðamaður væri að reyna að tengja þessi tvö atvik saman

Amorim fullyrti að blaðamaður væri að reyna að tengja þessi tvö atvik saman
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Draumaliðið – Samningslausar stjörnur sem geta farið frítt í sumar

Draumaliðið – Samningslausar stjörnur sem geta farið frítt í sumar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skora á Kristrúnu Frosta og hennar stjórn að taka upp veskið – Setja 125 milljónir í verkefnið en umsóknir eru um 650 milljónir

Skora á Kristrúnu Frosta og hennar stjórn að taka upp veskið – Setja 125 milljónir í verkefnið en umsóknir eru um 650 milljónir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.